fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Litlu munaði að Tim Allen hefði farið í lífstíðarfangelsi áður en hann varð frægur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. mars 2023 13:00

Tim Allen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástsæli bandaríski leikarinn Tim Allen er best þekktur fyrir að leika jólasveininn í The Santa Clause kvikmyndunum og handlagna heimilisföðurinn í þáttunum Home Improvement á tíunda áratugnum. Hann sló einnig í gegn í Christmas with the Cranks árið 2004 og sem rödd Bósa Ljósárs í Toy Story 1 til Toy Story 4.

En leikarinn á skrautlegan brotaferil að baki og litlu munaði að hann hefði eytt lífi sínu á bak við lás og slá í stað þess á hvíta tjaldinu.

Tim Allen var fíkniefnasmyglari þegar hann var á þrítugsaldri. Í október 1978 var hann gripinn glóðvolgur með 700 grömm af kókaíni á Kalamazoo-flugvellinum í Michigan. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en með því að bera vitni gegn félögum sínum og öðrum glæpamönnum endaði hann á því að fá einungis tveggja og hálfs árs dóm. Hann sat inni í tvö ár og fjóra mánuði, losnaði þann 12. júní 1981.

Fangamynd Tim Allen.

Eftir að Allen losnaði úr fangelsi sneri hann við blaðinu og áratug síðar fékk hann stóra tækifærið sitt þegar hann landaði aðalhlutverkinu í Home Improvement. Þættirnir urðu einir af vinsælustu þáttum tíunda áratugarins og skutu Allen upp á stjörnuhimininn.

Mynd/Getty

Þrátt fyrir frægð og frama glímdi Allen við áfengis- og fíknivanda. Hann sagði að sviplegt fráfall föður hans þegar hann var 11 ára, sem lést í bílslysi eftir að ölvaður ökumaður keyrði á hann, hafi haft áhrif á drykkjuna. Árið 1997 var hann handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Árið 1998 fór hann í meðferð eftir að hafa verið ákærður fyrir ölvunarakstur. Allen hefur verið edrú síðan þá, í tæplega 25 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Í gær

Brotnaði niður við lærdóminn

Brotnaði niður við lærdóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina