fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Hjartnæmt myndband frá afmæli Bruce Willis – Talar opinberlega í fyrsta sinn frá greiningu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. mars 2023 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Bruce Willis varð 68 ára í gær. Fjölskylda hans kom saman í gær til að fagna með honum og birti fyrrverandi eiginkona hans, leikkonan Demi Moore, hjartnæmt myndband frá fögnuðinum.

Í myndbandinu má sjá fjölskylduna syngja afmælissönginn fyrir Bruce, sem er hress og kátur og segir nokkur orð. En þetta er í fyrsta skipti sem hann talar opinberlega síðan hann var greindur með framheilabilun.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Demi Moore (@demimoore)

Eiginkona Bruce, Emma Heming Willis, opnaði sig um sorgina varðandi veikindi hans og sagðist hafa byrjað afmælisdag hans grátandi.

„Ég byrjaði daginn grátandi, eins og þið sjáið,“ sagði Emma í myndbandi á Instagram.

„Ég fæ stundum skilaboð frá fólki sem segir: „Þú ert svo sterk, ég veit ekki hvernig þú ferð að þessu.“ Ég hef ekkert val, ég vildi óska þess en ég hef það ekki. Ég er líka að ala upp tvö börn á meðan þessu stendur og stundum þarf maður að girða upp um sig brækurnar og gera hlutina. En á hverjum degi upplifi ég sorg og ég finn mikið fyrir því í dag, á afmælinu hans.“

Það var á síðasta ári þegar fregnir bárust um að Bruce Willis glími við málstol. Í febrúar 2023 var greint frá því að málstolið hafði þróast yfir í framheilabilun.

Engin meðferð er til við sjúkdómnum og hefur Emma sagt að hún vonar að með því að vekja athygli fjölmiðla á veikindum Bruce verði í kjölfarið vakin meiri athygli á sjúkdómnum, sem þurfi að rannsaka betur.

Sjá einnig: Eiginkona Bruce Willis grátbiður ljósmyndara að gefa manni sínum andrými

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskur þjónn gefur gestum fjögur ráð – „Hef ég tekið eftir nokkrum atriðum sem stundum valda vandræðum“

Íslenskur þjónn gefur gestum fjögur ráð – „Hef ég tekið eftir nokkrum atriðum sem stundum valda vandræðum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára