fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

„Ástandið“ eyddi fúlgum fjár í fíkniefni – 70 milljónum sóað í jólasnjó og oxy: „Ég var hömlulaus“

Fókus
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleika stjarnan Mike „The Situation“ Sorrentino hefur gengist við því að hafa sólundað minnst 70 milljónum í vímugjafa á borð við kókaín og oxycodone. Hann viðurkennir í samtali við Entertainment Tonight að hann hafi á löngu tímabili verið algjörlega hömlulaus í fíkn sinni.

Mike sló í gegn í raunveruleikaþáttunum Jersey Shore á MTV á árunum 2009-2012. Hann segir að frægðin hafi verið olía á eld fíknisjúkdómsins.

„Ég eyddi um 70 milljónum í kókaín og oxycodone. Ég var villtur. Ég var hömlulaus, og ég varð fíkninni að bráð. Ég prófaði allt. Ég var alltaf með bland í poka af fíkniefnum í Louis Vuitton töskunni minni. Blöndu af öllu.“

Hann hafi alltaf verið með eitthvað á sér. Þegar hann ferðaðist með flugvélum var hann með lyfseðilsskyld ávanalyf á sér, til að koma sér ekki í vandræði. En þegar hann átti ekki von á því að leitað yrði í tösku hann, fyllti hann hana af ólöglegum efnum á borð við kókaín.

„Lífið leið hjá svo hratt á þessum tíma. Ég gerði mistök og ég hélt að þessi lyf gætu látið mig koma betur fram eða aukið úthaldið mitt. Ég verð að játa að um tíma náði ég því marki. En að lokum varð ég háður og hafði ánetjast þessum efnum.“

Mike segist ekki kenna raunveruleikaþáttunum um fíknina, enda hafði hann þegar byrjað að fikta áður en tökur hófust. En með tilkomu frægðar og peninga hafi hann orðið veikar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fela sjúkdóminn frá aðstandendum þáttanna. Hann þurfti stöðugt að hugsa upp nýjar leiðir til að komast í fíkniefni án þess að tökuliðið tæki eftir því og komst fátt annað að í huga hans.

Þremur árum eftir að þáttunum lauk komst Mike á sinn persónulega botn þegar hann prófaði heróín í fyrsta skiptið. Um var að ræða örvæntingarfulla tilraun til að flýja þunglyndi, kvíða og skömm.

„Ég endaði með því að prófa vímuefni sem ég ætlaði mér aldrei að neyta. Vímuefni sem drepur flesta sem ánetjast því. Vímuefni sem fæstum tekst að sleppa undan. Vímuefni sem ég hafði sagt sjálfum mér að ég myndi aldrei koma nálægt, eitthvað sem mér fannst subbulegt. Þetta var heróín.“

Hann fór loks í meðferð árið 2015 og hefur verið í bata síðan. Núna fyrst er hann tilbúinn að ræða sjúkdóm sinn án þess að draga nokkuð undan, en hann er að gefa út ævisögu sína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“