fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Guffi keypti Gauk á Stöng með því að veðsetja móður sína og tengdamóður

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég kem í bæinn er ég ekki með neitt bakland, ætlaði alltaf að gera þetta með pabba mínum en hann féll frá 46 ára, fékk hjartaáfall í fótbolta vestur á landi. Þetta var óvænt fyrir okkur öll en við þurftum bara að lifa með því,“ segir Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi í Gamla Bíó.

Guffi sem er nýjasti viðmælandi Frosta Logasonar í Spjallið með Frosta segir frá því þegar hann sá auglýsingu þar sem auglýst var eftir framkvæmdastjóra á væntanlegan veitingastað, Gauk á Stöng. Sótti hann um en þá var fyrirkomulagið þannig að skriflegri umsókn var skilað í umslagi á Morgunblaðið, auglýsandinn sótti svo umslögin og hringdi í heimasíma þeirra sem honum leist á og vildi boða í viðtal.

„Það var rosalega mikið að gera í hádeginu og jafnvel á kvöldin í mat. Á tímabili vorum við með 4-5 martreiðslumenn í vinnu, miðbærinn iðaði af lífi, þarna var Morgunblaðið, það voru fjárfestingafélögin, bankarnir allir og allir höfðu gaman að fara út að borða í hádeginu. Við vorum að afgreiða 100-120 manns í hádeginu.“ 

Síðar keyptu Guffi og Gulla, fyrrum eiginkona hans, Gauk á Stöng og aðspurður um hvernig þau hafi fjármagnað kaupin, segir Guffi þau einfaldlega hafa veðsett foreldra sína.

„Svona gerir líklega enginn maður í dag en við veðsettum foreldra okkar. Mamma mín skrifaðu upp á og mamma hennar Gullu skrifaði líka upp á og ég er rosalega þakklátur fyrir að allt hafi gengið upp. Eftir á að hyggja var það ekki sjálfgefið.“ 

Guffi er einn af reyndustu veitingamönnum landsins. Hann hefur opnað og rekið ótal marga sögufræga staði, eins og Gauk á Stöng, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv, og Gamla Bíó sem hann rekur í dag. 

Fyrstur til að kynna bjórlíkið fyrir landsmönnum

„Bjórlíkið, það er bara pilsner með vodka út í?“ spyr Frosti. „Já. Ef heilbrigðiseftirlitið kæmist að slíku í dag, þá opnuðum við bara 19 lítra kútana og sugum upp einn líter og bættum við einum lítra af blönduðu áfengi út í. Svo þurfti að hrista þetta. Fyrsti blandarinn var Úlli, sem er með mér í Gamla Bíó, við höfum verið saman í þessu í 40 ár með einhverjum hléum á milli. Hann var semsagt fyrsti blandarinn,“ segir Guffi sem rifjar upp eitt fimmtudagskvöld. „Þá vissi einhver að Úlli væri í Háskólabíó og hann var kallaður þar upp því hann þurfti að fara niður eftir til að blanda.“

Guffi segir bjórlíkið hafa verið byltingu og hvern staðinn hafa opnað á fætur öðrum. „Þetta varð til þess Jón Helgason þáverandi dómsmálaráðherra setti reglugerð um að væri bannað að búa þetta til. „Að það þyrfti að blanda drykkinn fyrir framan kúnnann, sem var bara tóm della. Allir kokteilar sem þú pantaðir út í sal á Hótel Sögu voru bara gerðir á barnum. En honum tókst þetta og okkur tókst að gera grín að honum og héldum sýningu sem hét Bjórlíkið jarðað.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“