fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Grætur gleðitárum 10 mánuðum eftir hryllilega slysið

Fókus
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega skömmu eftir áramótin eftir að hann varð undir snjóbíl. Eftir þrotlausa vinnu lækna tókst að bjarga lífi hans og við tók erfið endurhæfing enda hafði leikarinn hlotið gífurlega áverka á brjóstholi og fótum.

Nú hefur hann deilt myndbandi þar sem hann sést hlaupa upp heimreiðina heima hjá sér, á móti halla. Leikarinn skrifað á Instagram:

„Í dag hef ég verið 10 mánuði í endurhæfingu. Þetta var fyrsta tilraunin mín til að hlaupa svona uppí móti og ég grét gleðitárum, fann fyrir von og þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið frá aðdáendum sem og fjölskyldu og vinum. Ég held áfram að ýta mér út fyrir þægindarammann, en þið eruð eldsneytið sem keyrir mig áfram.“

Jeremy greindi frá því fyrr í þessum mánuði að hann hafi reynt allar tegundir endurhæfingar undanfarna mánuði, þar með talið óteljandi klukkustundir hjá sjúkraþjálfara, sprautur með allskonar efnum sem eiga að hjálpa, vítamín æðaleggi, stofnfrumur, innrautt ljós, þrýstiklefar og svona mætti lengi áfram telja.

„En besta meðferðin hefur verið hugarfarið, að hafa viljastyrk og geta unnið að því að ná mér og verða betri. Vera framúrskarandi. Mér finnst það vera skylda mín að gera svo. Að sóa ekki þessu öðru tækifæri sem ég fékk í lífinu, og geta gefið til baka til fjölskyldu, vina og til allra sem hafa valdeflt mig til að þrauka. Ég þakka ykkur öllum.“

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jeremy Renner (@jeremyrenner)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala