fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Borðum þennan fíl – málþing FKA og Bara tala í Eddu í tilefni viku íslenskunnar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 10:15

Guðrún Nordal, Andrea Róbertsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason Mynd: Silla Páls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það þarf að finna leiðir fyrir okkur öll, atvinnulífið og benda atvinnurekendum á leiðir þannig að hægt sé að styðja við starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA. „Tungumálið er valdatæki og lykil að samfélaginu og okkur finnst mikilvægt að ræða leiðir sem eru í boði til að þjónusta atvinnulífið með lausnum og verkfærum og fögnum því samstarfi og samvinnu við Bara tala sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni,“ segir Grace Achieng stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic sem er stjórnarkona FKA.

Jón Gunnar Þórðarson Bara tala og Grace Achieng FKA skrifa undir samstarfssamning.
Mynd: Silla Páls

FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu og Bara tala stóðu fyrir málþingi í Eddu, í tilefni viku íslenskunnar, þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið er í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu, eins og segir í fréttatilkynningu. Vel var mætt á málþingið, meðal annars aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, starfsfólk Árnastofnunar, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar.  

Eftir málþingið skrifaði FKA og Bara tala undir samstarfssamning sem felst í því að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inn í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. 

Áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar meðal annars aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, starfsfólk Árnastofnunar, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, FKA, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala.
Mynd: Silla Páls
Jón Gunnar Þórðarson, Grace Achieng, Sólveig Jan Jónasdóttir, Ester Ellen Nelson, Bragi Valdimar Skúlason
Mynd: Silla Páls
Grace Achieng, Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir, Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA og Helga Björg Steinþórsdóttir
Mynd: Silla Páls
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða
Mynd: Silla Páls
Jón Gunnar Þórðarson sagði frá Bara tala
Mynd: Aðsend
Sólveig Jan Jónasdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson
Mynd: Silla Páls
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát