fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fókus

Dóttir Hafþórs Júlíusar og Kelsey Henson fæddist andvana

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 10. nóvember 2023 13:28

Hafþór og Kelsey misstu dótturina á miðvikudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir kraftamannsins og leikarans Hafþórs Júlíusar Björnssonar og eiginkonu hans, hinnar kanadísku Kelsey Henson fæddist andvana í vikunni. Greindu þau frá þessu á Instagram.

„Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum að dóttir okkar, Grace Morgan Hafþórsdóttir, fæddist andvana þann 8. nóvember eftir 21 og hálfrar viku meðgöngu. Eftir að tekið var eftir því að hreyfingar höfðu minnkað komumst við að því að hjartað var hætt að slá,“ segir í færslunni.

Segja þau að orð fái því ekki lýst hversu djúpt sársaukinn ristir eða þá hamingju að fá að eiga stund með henni.

„Hún er algjörlega falleg, með ljósa lokka og brúnir og lítið bros fyrir mömmu og pabba. Ástin sem við berum til hennar er yfirþyrmandi,“ segir í færslunni.

Hafþór og Kelsey giftust árið 2018 og eiga fyrir einn son. Þau greindu nýlega frá því að Kelsey gengi með annað barn þeirra.

Samkvæmt breska blaðinu The Mirror hafa margir aðdáendur vottað Hafþóri og fjölskyldu hans samúð sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræðaleg mistök Madonnu

Vandræðaleg mistök Madonnu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori buxnalaus vekur athygli – Svona klæðir hún sig í kringum börn Kanye West

Bianca Censori buxnalaus vekur athygli – Svona klæðir hún sig í kringum börn Kanye West
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sagði já við að skipta um flugsæti en skipti um skoðun – „Maðurinn minn er nú þegar á leiðinni hingað!“

Sagði já við að skipta um flugsæti en skipti um skoðun – „Maðurinn minn er nú þegar á leiðinni hingað!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan