fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Segir að ef karlmaður segir þessi 9 orð þá sé hann að halda framhjá

Fókus
Miðvikudaginn 4. október 2023 10:45

Mariah Fernando. Mynd/instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Mariah Fernando hefur skipt netverjum í fylkingar vegna yfirlýsinga hennar um framhjáhald.

Hún segir að ef karlmaður segir þessi tilteknu níu orð, þá sé hann að halda framhjá.

Mariah er vinsæll áhrifavaldur, með yfir 260 þúsund fylgjendur á Instagram og 510 þúsund á TikTok.

Á dögunum birti hún myndband sem olli talsverðu fjaðrafoki. Hún sagði að karlmaður segir frasann: „Gjörðu svo vel og trúðu því sem þú vilt“ þegar hann er að svara ásökunum eða spurningum um hugsanlegt framhjáhald, þá er hann að halda framhjá.

„Ef þú ert að spyrja manninn þinn út í hugsanlegt framhjáhald og hann segir: „Gjörðu svo vel og trúðu því sem þú vilt“, þá þykir mér leitt að þurfa að segja ykkur þetta, en sá maður er sekur,“ sagði Mariah.

@xqueenbeyoutifulxhe is guilty🤔

♬ She Knows – J. Cole

Skiptast í fylkingar

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og skiptast netverjar í fylkingar. Fjöldi kvenna taka undir með Mariuh.

„Svo satt, ég man þegar hann sagði þetta við mig. Aldrei leyfa karlmanni að breyta þér í Sherlock Holmes, það er ekki þess virði,“ sagði ein.

„Ég er sammála, því ef hann væri saklaus af hverju er hann þá svona aggresífur.“

„Satt, þeir bara vita ekki hvað þeir eiga að segja því það er búið að góma þá.“

En það voru ekki allir sammála Mariuh.

„Það þýðir ekki að hann sé að halda framhjá. Það þýðir kannski bara að hann ætlar ekki að rífast við óörugga og barnalega manneskju,“ sagði einn netverji.

„Ég geri þetta, ekki því ég er sekur um framhjáhald heldur því ég hef ekki orkuna til að rífast,“ sagði annar.

„Fáðu sönnun áður en þú sakar einhvern um framhjáhald. Ein setning er ekki nóg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Í gær

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner