fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Rúrik vann aftur og gaf verðlaunaféð til góðgerðarmála

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. janúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, stóð uppi sem sigurvegari í þýsku raunveruleikaþáttunum Let´s Dance í fyrra, ásamt dansfélaga sínum Renata Lusin. Í sérstökum jólaþætti Let´s Dance tóku þátt sig­ur­veg­ar­ar og efstu kepp­end­ur úr und­an­förn­um þáttar­öð­um Let´s dance. 

Dans­fé­lagi Rúriks í jóla­þætt­in­um var at­vinnu­dans­ar­inn Malika Dzuma­ev og gerðu þau sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar þáttarins.

Verð­launa­fé í þætt­in­um rann til góð­gerð­ar­mála, og valdi Rúrik sem fyrr að láta sinn skerf renna til SOS Barnaþorpanna á Ís­landi, tíu þús­und evr­ur eða um eina og hálfa milljón króna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SOS Barnaþorpin (@sosbarnathorpin)

Vinningsfé Rúrik eftir keppnina í fyrra var 2,2 milljónir króna. Rúrik hef­ur ver­ið vel­gjörða­sendi­herra SOS Barna­þorp­anna síð­an 2018 og hefur hann vakið athygli á starfi samtakanna með ýmsum hætti. Sjón­varps­þátt­ur um ferð Rúriks í SOS barna­þorp í Mala­ví á síð­asta ári skilaði því að mörg hundruð börn í SOS barna­þorp­um fengu ís­lenska SOS for­eldra.

Hér má sjá eitt af dansatriðum Rúriks og Malenu úr jólaþættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun