fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Michael Gambon látinn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. september 2023 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írski leikarinn Sir Michael Gambon er látinn, 82 ára að aldri. 

Greint er frá andláti Gambon á vef BBC og segir þar að hann hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsi, en Gambon hafði glímt við lungnabólgu síðustu daga. 

Gambon hóf ferilinn 24 ára gamall og vann á ferlinum til fjölda verðlauna, meðal annars BAFTA-verðlauna, Screen Actors Guild og Olivier verðlauna. Árið 1999 var hann aðlaður af Elísabetu Bretadrottningu fyrir framlag sitt við leiklistarinnar.

Gambon tók við hlutverki Albus Dumbledore í Harry Potter-myndunum eftir andlát Richard Harris sem fór með hlutverkið í fyrstu tveimur myndunum. Gambon lék jöfnum höndum á sviði, kvikmyndum og í sjónvarpsþáttum. Síðustu sjónvarpsþættir hans voru Fortitude sem voru meðal annars teknir upp á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“