Leikkonan Kerry Washington afhjúpaði fjölskylduleyndarmál í nýju sjálfsævisögu sinni, Thicker Than Water.
Árið 2018 komst hún að því, þá 41 árs, að pabbi hennar, Earl, væri ekki líffræðilegur faðir hennar.
Hún rifjar upp augnablikið þegar hún komst að sannleikanum.
„Veröldin fór á hvolf,“ sagði hún í samtali við People um málið.
Foreldrar leikkonunnar neyddust til að segja henni frá þessu fyrir rúmlega fimm árum því hún átti að koma fram í þættinum Finding Your Roots, þar sem framleiðendur rekja fjölskyldusögu gestsins.
Ekki er vitað hver líffræðilegur faðir hennar er, en foreldrar hennar notuðu nafnlausan sæðisgjafa eftir að hafa glímt við ófrjósemi.
View this post on Instagram