fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Ólafur barðist einn við Golíat og hafði betur – „Mjög skítt að þeir sem eru með allt niður um sig skuli fá það sama og hinir“

Fókus
Þriðjudaginn 19. september 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur G. Arnalds er vísindamaður inn að beini en hann er líka frábær bassaleikari. Óli hefur helgað starfsvettvang sinn fræðastörfum á sviði jarðvegs og vistkerfa og kennt ófáum háskólanemanum allt um moldina og mikilvægi hennar. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir fræðastörf sín og gaf nýverið út bókina „Mold ert þú“, stórvirki sem enginn ætti að láta fara framhjá sér.

Óli hefur verið málsvari moldarinnar um langt skeið og haft afgerandi áhrif á þekkingu og skilning okkar á þessari dýrmætu auðlind, enda ósjaldan skrefi á undan samtímanum. Hann er nýjasti gestur Mumma Týs Þórarinssonar í Kaldapottinum af sviðinu á Gömlu Borg í Grímsnesi. Í þættinum ræða þeir Mummi meðal annars moldina, sauðfjárbeit og nokkrar af þeim baráttum sem Óli hefur háð við stjórnsýsluna til að knýja fram breytingar.

Davíð mætir Golíat

Meðal þeirra fjölmörgu málefna sem til umræðu komu var barátta Ólafs fyrir því að fá upplýsingar um hvernig landbúnaðarstyrkjum hins opinbera væri varið hér á landi. Þetta eru mjög háir styrkir og eru þar að auki sagðir drifkraftar þeirrar landnýtingar sem veldur skaða á vistkerfum, landhnignun og nýtingu sem viðheldur slæmu ástandi lands. Víða um heim hefur það reynst ströng barátta að fá upplýsingar um hvernig ríki eru að veita þessa styrki og til hverra.

Ólafur ákvað að taka slaginn hér á landi en sú barátta átti eftir að taka töluverðan tíma þar sem hann kom alls staðar að lokuðum dyrum og þurfti meðal annars í tvígang að leita með mál sín til úrskurðarnefndar í upplýsingamál, rétt er að taka fram að Ólafur hafði betur í bæði skiptin.

Ólafur segir að þessar upplýsingar hafi verið haldnar svo mikilli leynd að jafnvel þingmenn gátu ekki ekki kallað þær fram, þó margir hefðu án efa ætlað að það væri á þeirra færi að afla sér þeirra. Ólafur segir að Íslands sé mjög ofarlega hvað útgáfu landbúnaðarstyrkja varðar í heiminum og hér sé um töluverðar upphæðir að ræða sem hlaupi á milljörðum á ári hverju.

Segir Ólafur að á meðan í Bretlandi hafi þessar upplýsingar orðið opinberar fyrir viðleitni fjölmiðilsins The Guardian, sem hafði með sér heilan her af lögmönnum, og á meðan Washington Post tók slaginn í Bandaríkjunum, hafi það verið hann einn sem tók slaginn hér heima.

„Svo ég á Íslandi“

Tómstundabændur fengu styrki

Í þessu hafi hann að mestu staðið einn þó hann hafi haft stuðning að baki sér sem hann gat leitað í ef á þurfti. Þessi barátta hafðist að lokum og árið 2020 voru upplýsingarnar gerðar opinberar og þar kom í ljós margt furðulegt, svo sem að mikið af tómstundar bændum væru að fá styrki til að framleiða dilkakjöt sem gjarnan var í andstöðu við nauðsynlegar breytingar á landnýtingu við þéttbýli eða þar sem ástand lands er slæmt. Hann skrifaði í grein sem hann birti í kjölfarið á Kjarnanum að aðeins hluti styrkjanna hafi í raun verið réttlætanlegur á grundvelli byggðastefnu og að ekki væri markaður fyrir allar afurðirnar. Þessi rangsnúnu hvatar væru að viðhalda ósjálfbærri landnýtingu víða um landið.

Ólafur vonast til þess að nú þegar upplýsingarnar eru opinberar og meira gagnsæi komið í úthlutun styrkjanna, þá verði þeim veitt með skynsamari hætti – umhverfinu til hagsbóta.

Hann segist í raun ekki hafa fengið yfir sig reiði bænda fyrir baráttu sína heldur þvert á móti hafi margir þakkað honum enda þyki mörgum óforsvaranlegt að hafa allt sitt á hreinu og uppfylla skilyrði fyrir styrk, bara til að sjá aðila sem uppfylla þau ekki fá sama stuðninginn.

„Finnst mjög skítt að þeir sem eru með allt niður um sig skuli fá það sama og hinir.“

Hlusta má á viðtalið við Ólaf og fyrri þætti Kalda pottsins á tyr.is eða á Spotify.

Kaldi Potturinn er spjallþáttur þar sem Mummi fær til sín á sviðið heima alls konar fólk úr öllum kimum samfélagsins, með fjölbreytta lífsreynslu, djúpa sýn á tilveruna og sterkar skoðanir á lífinu. Fólk sem fer sínar eigin leiðir. Mummi hefur sjálfur sterkar skoðanir og er óhræddur við að tjá sig um hvað sem er, svo allt fær að flakka á sviðinu. Kaldi Potturinn hefur ekkert að fela.

Dagskrárgerð Kalda pottsins er í höndum Mumma og stjórn upptöku er í höndum Gunnars Bjarna en upptökur fara fram á heimili Mumma og eiginkonu hans, Þórunnar Wolfram, á Gömlu Borg í Grímsnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“