fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

„Það er það sem mér finnst erfiðast, að standa við leiðið hans með þau tvö. Það er ekki eitthvað sem maður óskar neinum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 8. júní 2023 20:29

Kristín Sif Björgvinsdóttir. Mynd/Kristinn Svanur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsstjarnan og íþróttakonan Kristín Sif Björgvinsdóttir er nýjasti gestur Fókuss. Hún fór um víðan völl í spjallinu og ræddi meðal annars um hvernig hún tókst á við sorgina eftir að hafa misst barnsföður sinn, Brynjar Berg Guðmundsson.

Þáttinn í heild sinni má horfa á hér.

Erfiðu dagarnir koma

Brynjar lést árið 2018 langt fyrir aldur fram. Hann var ný orðinn 31 árs og höfðu þau Kristín verið saman í þrettán ár. Þau eignuðust tvö börn saman.

Útvarpskonan hefur rætt áfallið opinskátt í gegnum tíðina og segir að þrátt fyrir að hún sé jákvæð og hress manneskja þá upplifi hún ennþá erfiða daga og brotnar stundum niður.

„Erfiðu dagarnir koma. Ég var spurð: „Ertu að takast á við þetta eða ertu með einhverja grímu? […]“ Ég sagði að ég væri að takast á við þetta, það koma erfiðir dagar. Það er ekki svo langt síðan þar sem ég fór bara að gráta. Ég var að tala við stelpurnar hans Stefáns um hvað það væri gott þegar báðir foreldrar séu til staðar, það er svo dásamlegt og hvað mín börn hafa ekki haft það. Þeim vantar pabba sinn. Þá kemur Stefán inn en hann er frábær pabbi. Þá einmitt fór ég að gráta, því þetta er erfitt. Það er erfitt að tala um þetta,“ segir hún.

„Stundum brotnar maður bara niður, það er allt í lagi. Stundum gerist það fyrir framan fólk, stundum gerist það heima, stundum gerist það á góðum stundum. Það sem var erfitt um daginn, frænka mín missti barnsföður sinn […] og ég sá börnin hennar krjúpa við leiðið hjá pabba sínum. Það er það sem mér finnst erfiðast, að standa við leiðið hans með þau tvö. Það er ekki eitthvað sem maður óskar neinum.“

Hún ræðir frekar um sorgina, hvernig það hafi verið að lifa lífinu áfram eftir áfallið og rifjar upp brúðkaup sem hún fór í stuttu eftir að hann lést í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Hide picture