fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Bond og Beta, Fred og Gladys og vigtun á alla – Enn fleiri furðulegar, en sannar, staðreyndir um frægustu fjölskyldu heims

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 2. júní 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru sama hversu mikið skrifað er um furðulegheit, sérvisku og staðreyndir um eina frægustu og sérkennilegustu fjölskyldu heims, bresku konungsfölskylduna, þá má alltaf finna meira. Og furðulegra. 

Breska konungsfjölskyldan tekur jólahefðir sínar afar hátíðlegar.

Allir vigtaðir um jólin

Allir gestir sem sem boðnir eru í mat til konungsfjölskyldunnar vera að vigta sig, samkvæmt heimildum dagblaðsins The Sun. Reyndar tvisvar. Við komu og við brottför.

Eins og allir vita er tekur þessi óvenjulega fjölskylda hefðir afar alvarlega og næsta útilokað að leggja nokkrar niður, hversu furðulegar og órökréttar þær virðast vera.

Þessi ákveðna hefð á rætur sínar að rekja til Eðvarðs VII konungs en hann kom henni á á valdatíma sínum á 19. öld.

Af hverju, myndi næsta hver maður spyrja sig?

Ástæðan er ekki rökréttari né margar aðrar hefða konungsfjölskyldunnar. Það er til að tryggja að allir gestir séu örugglega vel mettir og fari saddir frá borðum. Ekki grammi léttari en þeir komu, helst þyngri.

Önnur hefð, sem einnig enn er við lýði, er að allir gestir verða að vera með pappahatta. Nema sá konungur eða sú drottning sem er við völd á hverjum tíma.

Beta og Bond

Eitt af eftirminnilegustu atriðum opnunarhátíðar Ólympíuleikanna í London árið 2012 var atriðið með Daniel Craig, auðvitað sem James Bond, og Elísabetu drottningu.

Í upphafi ætlaði leikstjórinn, Danny Boyle, að fá þekkta leikkonu á við Helen Mirren í hlutverk drottningar. Bretar báru mikla virðingu fyrir drottningunni sálugu og fannst Boyle eðlilegast að bera undir drottningu hvort nýta mætti persónu hennar í fyrirhugaðan ,,skets.”

Aðstoðarkona drottningar, og hennar nánasta vinkona að margra mati, Angela Kelly, var fengin til að spyrja Elísubetu um leyfið. Eftir að hafa lesið yfir handritið, sem henni fannst stórskemmtilegt, spurði hún hvort það væri ekki bara einfaldast að hún léki sjálf hlutverkið?

Þetta kemur fram í bók sem Angela Kelly gaf út um árin með drottningunni ,en hún sá meðal annars um að velja öll föt drottningar auk þess að ganga til skó hennar í rúmlega tvo áratugi.

Angela spurði þá drottningu hvort hún vildi aðeins koma fram í mynd eða fara með talhlutverk svaraði Elísabet. ,,Auðvitað verð ég að segja eitthvað við manninn, annað væri ókurteisi.”

Mun drottningin sáluga hafa skemmt sér konunglega við tökur og verið afar ánægð með útkomuna.

Hér má sjá atriði Bond og drottningar

 

Allt fyrir dekurrófurnar

Það er engin tilviljun að maraþonhlaup er nákvæmlega upp á 42,195 kílómetra. Orðið maraþon kemur úr grísku og vísar til þessa þegar að gríski hermaðurinn hljóp 41,9 kílómetra til að staðfesta sigur Grikkja á Persum.

En hvernig varð 41,9 kílómetri að 42,195?

Svarið er að þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í London árið 1908 langaði börnum konungshjónanna þáverandi að sjá hlauparana hlaupa af stað. Aftur á móti sást ekki byrjunarlínan frá hinum konunglegu barnaherbergjum og þeim upplýsingum komið áleiðis til mótshaldara.

Var því ákveðið að færa byrjunarlínuna aftar til að tryggja útsýni afkvæma kóngs. Og þaðan koma þessir aukametrar sem urðu að hefð og skjalfestir sem lögleg lengd maraþonhlaupa árið 1921.

Dirty Diana

Þegar að Michael sálugiJackson hélt tónleika á Wembley leikvanginum árið 1988, vissi hann að þáverandi prins og prinsessa af Wales, Karl, og Díana sáluga prinsessa, yrðu viðstödd. Hann hafði þá nýlega gefið út lagið Dirty Diana, sem fjallar um lausgirta grúppíu sem ofsækir Jackson.

Honum fannst ekki við hæfi að syngja lagið í návist Díönu og tók það því út af lagalista tónleikanna.

Söngvarinn og prinsessan urðu miklir vinir.

Jackson sagði í viðtali árið 1997 að Díana hefði beðið um að fá að hitta hann fyrir tónleikana og samþykkti söngvarinn það að sjálfsögðu. Prinsessan var afar spennt að hitta Jackson og margspurði hann hvort hann ætlaði ekki örugglega að taka Dirty Diana. Jackson neitaði því og útskýrði að honum fyndist það virðingarleysi við prinsessuna. En Diana grátbað Jackson um að taka lagið og svo fór að hann söng það fyrir prinsessuna.

Þau urðu í kjölfarið miklir vinir, töluðu reglulega saman í síma og reyndu að hittast eins oft og mögulegt var.

Fullt, fullt af núllum

Hið virta fjármálafyrirtæki, Brand Finance, áætlar að eignir bresku konungsfjölskyldunnar séu upp á 88 milljarð dollara, sem eru of mörg núll til að hreinlega nenna að snúa yfir á hina íslensku krónu. Þá er einungis um að ræða heildareignir fjölskyldunnar, ekki gríðarlegar eignir einstakra meðlima konungsfjölskyldunnar, en þar mun einnig vera um svimandi upphæðir að ræða.

Sama fyrirtæki áætla að hagnaður Breta af sinni frægustu fjölskyldu nemi 1,8 milljörðum punda á ári.

Karl og Camilla á yngri árum þegar þau máttu ekki eigast.

Fred og Gladys

Konungshjónin Karl og Camilla áttu í ástarsambandi í áratugi áður en þau loks gengu í hjónaband, eins og frægt er. En það sem kannski færri vita að frá upphafi hafa þau hjú notað sérstök nöfn hvort á annað. Camilla kallar Karl Fred og Karl kallar núverandi spúsu sína Gladys.

Nöfnin eru fengin úr breskum gamanþætti í útvarpi sem var vinsæll fyrir margt löngu.

Díana prinsessa fékk, snemma í hjónabandinu við Karl, veður af gælunöfnunum og hataði þau af öllu hjarta, ekki síst þegar hún var að rekast á gripi í eigu Karls, áritaða Frá G til F.

Hún vissi þá að maður hennar myndi aldrei komast yfir ást sína til Camillu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði