fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

„Ég get ekki hætt að sofa með bróður kærustu minnar“

Fókus
Mánudaginn 29. maí 2023 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er kona sem hefur alltaf verið með öðrum konum, en núna er ég að halda framhjá með karlmanni.“

Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

Konan er 26 ára og kærastan hennar er 27 ára, þær hafa verið saman í fimm ár. Vandamálið er ekki aðeins að konan sé að halda framhjá, heldur með hverjum hún er að halda framhjá.

„Ég er að halda framhjá með bróður hennar, sem er 29 ára. Þetta byrjaði fyrir ári síðan eftir að hann flutti í sömu borg og við. Við buðum honum að búa hjá okkur þar til hann myndi finna sér íbúð,“ segir hún.

„Ég hafði bara hitt hann nokkrum sinnum fyrir það og okkur hafði alltaf komið vel saman. Mér datt ekki í hug að ég gæti laðast að honum. Allt mitt líf hef ég litið á mig sem lesbíu.“

Fóru að eyða meiri tíma saman

„En þar sem kærastan mín vinnur langa vinnudaga, þá fór ég og bróðir hennar að eyða meiri tíma saman. Mér finnst gaman að vera í kringum hann, við horfum á sömu kvikmyndirnar og erum með svipaðan tónlistarsmekk“ segir hún.

Allt breyttist eitt kvöldið þegar kærastan var í vinnunni. Þau voru að drekka og daðra.

„Ég veit ekki hvað kom yfir mig en við kysstumst. Ég var mjög hissa á þessu en ég gat ekki staðist hann og við enduðum með að stunda ótrúlegt kynlíf. Ég hefði átt að segja honum að þetta hafi verið mistök en ég naut kynlífsins.“

Þetta endurtók sig og þau hafa átt í leynilegu ástarsambandi í ár.

„Nú er ár liðið og hann hefur flutt út en ég hitti hann reglulega og ég er með svo mikið samviskubit. Ég veit að þetta er ekki sanngjarnt gagnvart kærustu minni en ég get ekki ímyndað mér að missa hana, eða missa hann. Ég er svo ringluð.“

Deidre gefur henni ráð:

„Ef þú elskar kærustu þína þá skaltu hætta núna. Það gæti eyðilagt hana ef hún kemst að því að bæði kærasta hennar og bróðir hennar hafa svikið hana. Mundu að þú ert ástfangin af henni, er þetta þess virði?

Hvort sem þú ákveður að vera með henni eða hætta með henni, þá þarftu að einbeita þér að sambandi ykkar án þess að láta bróður hennar trufla þig. Þannig lokaðu á öll samskipti við hann þar til þú veist hvað þú ætlar að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“