fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

„Eftir sex mánaða hæðir og lægðir höfum við tekið ákvörðun um að flytja inn saman“

Fókus
Föstudaginn 26. maí 2023 13:30

Ástfangið par. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaupadrottningin Mari Järsk og Njörður Lúðvíksson, verkefnastjóri hjá Össuri, hafa tekið ákvörðun um að flytja inn saman eftir sex mánaða samband.

Mari hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn í utanvegahlaupum. Þau eiga íþróttaáhugann sameiginlegan en Njörður lék með landsliðinu í Badminton.

„Eftir sex mánaða hæðir og lægðir (e. ups and downs) höfum við tekið ákvörðun um að flytja inn saman. Einn góður maður sagði einu sinni við mig: „Maki á að vera tía.“ Ást, virðing og traust þarf að vera til staðar. Hann svo sannarlega bætir mig og hjálpar mér að komast á jörðina,“ skrifaði Mari á Instagram.

„Við erum eins og litlir krakkar, svo spennt,“ bætti hún við og viðurkenndi að hafa grátið af hamingju.

Fókus óskar parinu innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn