fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Taylor Lautner svarar særandi athugasemdum fullum hálsi – Sakaður um að eldast illa og líta út eins og brokkolí

Fókus
Miðvikudaginn 24. maí 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Taylor Lautner, sem gerði garðinn frægan sem varúlfur í kvikmyndum byggðum á Twilight bókunum, segist þakklátur fyrir að vera kominn á góðan stað andlega í dag, en fyrir nokkrum árum hefðu hann tekið særandi athugasemdir netverja um útlit hans virkilega inn á sig.

Meðal þeirra athugasemda sem hann hefur fengið eru fullyrðingar um að hann sé að eldast illa og að hann líti út eins og spergilkál eða rúsína.

„Hefði þetta gerst fyrir 10 árum, fimm árum, jafnvel tveimur eða þremur árum, þá hefði ég tekið þetta inn á mig. Það hefði orðið til þess að ég hefði viljað leggjast í kör og hætta að fara út úr húsi.“

Taylor, sem í dag er 31 ára, segir að í dag sé hann sem betur fer á góðum stað. Hann sé ekki lengur með óheilbrigða sjálfsmynd og er hættur að einblína á neikvæðni.

„Þú finnur virðið þar sem þú setur það. Og ef þú setur þitt virði í hvað öðrum finnst um þig, þá mun það hafa áhrif á líðan þína. En ef þú setur virði þitt í að vita hver þú ert og hvað er þér mikilvægt, hvað þú elskar, þá ná svona hlutir ekki lengur til þín.“

Hann bætti við að hann hafi áttað sig á mikilvægi þess að vera indæll. Það sé ekki erfitt og almennt ætti fólk að vera gott hvert við annað og deila umhyggju og jákvæðni. Þetta sé í raun ekkert flókið.

Fékk leikarinn mikinn stuðning við færslu sína. Meðal annars frá eiginkonu sinni, Taylor Lautner (já hún heitir líka Taylor Lautner, þetta er ekki blaðamaður að mismæla sig).

„Þetta lætur mig ekki efast um það hver ég er. Guð hvað ég elska þig,“ sagði eiginkona hans og nafna.

Raunveruleikastjarnan Clayton Echard, úr heimi Bachelor-þáttanna, tók einnig undir með Taylor, en Clayton hefur talað opinskátt um líkamsskynjunarröskun sína.

„Fólk þarf að átta sig á þeim þunga sem orð þeirra bera og það hjálpar svo ekki til að það er oft engin ábyrgðarskylda á samfélagsmiðlum. Að þú skulir hafa opnað þig um þetta mun hjálpa öðrum að skilja valdið sem orð þeirra geta haft og kannski fær þetta einhverja til að hugsa áður en þau birta athugasemdir.“

Háðsglósur aðdáenda þungbærar

Taylor Lautner hefur verið opinskár um baráttu sína við andlega erfiðleika. Hann opnaði sig í hlaðvarpinu Squeeze fyrr á þessu ári og sagði að hann hafi farið að líta líkama sinn neikvæðum augum eftir að hann þurfti að vera ber að ofan fyrir framan upptökuvélar þegar hann lék í Twilight.

„Þegar ég lék í myndunum var ég aldrinum 16-20 ára, og var eitt aðalhlutverkið í kvikmyndaröð þar sem persónan mín var þekkt fyrir að fara úr að ofan í tíma og ótíma. Ég áttaði mig ekki á því hvaða áhrif þetta væri að hafa á mig eða hvaða áhrif þetta átti eftir að hafa á líkamsmynd mína. Nú þegar ég horfi til baka furða ég mig samt ekki á því, auðvitað átti þetta eftir að gerast.“

Hann hafi neyðst til að fara oft á dag í ræktina, næstum alla daga vikunnar. Þetta hafi svo líka orðið til þess að aðdáendur höfðu sérstaklega orð á því hvað hann hefði rýrnað þegar tökum myndanna lauk.

„Ég var svo að leika í mynd sem heitir Run The Tide, og þar átti persónan mín ekki að vera neinn vaxtaræktargæji eða ekki vöðvastæltur með nokkrum hætti. Mér fannst ég líta ágætlega út. En þau fóru að bera saman myndir af mér berum að ofan í sjónum í þessari mynd samanborið við það hvernig ég var í Eclipse [seinasta Twilight myndin] og sögðu – Vá hann hefur sleppt framan af sér beislinu.“

Þessi samanburður hafi verið Taylor þungbær og hafi það tekið hann heilu árin að komast yfir þetta. Nú sér hann samt að það skiptir ekki máli í hvernig formi maður er líkamlega ef andlega hliðin er í ólagi.

„Líkami þinn getur verið óviðjafnanlegur, þú getur verið vöðvastæltur, skorinn, getur orðið léttari, getur bætt við þig vöðvum, en ef þú ert ekki andlega heill þá er þetta allt til einskis því það vinnur svo gegn þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun