Stórglæsilegt pallabyggt einbýli er nú á sölu í Lækjarbergi í Hafnarfirði en um er að ræða 248,4 fermetra eign og að auki fylgir henni rúmgóður tvöfaldur bílskúr.
Garðurinn með eigninni, sem er á hornlóð, er verðlaunagarður og er aðkoman góð og nóg af bílastæðum sem er ekki alltaf sjálfgefið. Fyrir þá sem vilja njóta veðurblíðunar, þegar hana er að hafa, er svo heitur pottur.
Að innan má svo finna arinn, sólskála, mikla lofthæð og þrjú svefnherbergi en mögueiki er að bæta við öðru herbergi í kjallara eða jafnvel útbúa þar stúdíóíbúð.
Ásett verð er 169 milljónir og fasteignamat er 141 milljón.