fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Rekinn vegna framhjáhalds með samstarfsfélaga

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. september 2022 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Try Guys er vinsæl YouTube-rás með tæplega átta milljón áskrifendur. Vinirnir Eugene Lee Yang, Zach Kornfeld, Ned Fulmer og Keith Habersberger eru mennirnir á bak við rásina og hafa stofnað samnefnt fyrirtæki í kringum hana.

Þeir hófu feril sinn saman á BuzzFeed en sögðu skilið við miðillinn árið 2018 og einbeittu sér alfarið að YouTube. Myndbönd þeirra fá allt að 20 til 30 milljónir áhorfa og er óhætt að segja að vinahópurinn sé vinsæll.

Makar þeirra og samstarfsfélagar komu reglulega fram í þáttunum og á yfirborðinu virtist þetta verið heilsteyptur og heilbrigður vinnustaður.

Þeir halda einnig úti hlaðvarpsstöð, þar sem Ariel Fulmer, eiginkona Ned Fulmer til tíu ára, er með þátt ásamt eiginkonum Zach og Keith.

Ned og Ariel Fulmer.

Ned hefur nú verið rekinn úr Try Guys eftir að það komst upp um framhjáhald hans með Alexandriu Herring, framleiðandi hjá Try Guys. Hún hefur oft komið fram í myndböndum þeirra og í einu þeirra mátar Ned brúðarmeyjarkjól fyrir brúðkaupið Alexandriu.

Grunsemdir vöknuðu

Aðdáendur vinahópsins voru byrjaðir að taka eftir því að í nýjustu myndböndunum sést lítið sem ekkert í Ned Fulmer, það var eins og hann hefði verið klipptur úr þáttunum. Síðan fóru sögusagnir um framhjáhaldið á kreik og mikil umræða skapaðist um málið á Reddit, þar sem einn netverji birti myndband af Ned og Alexandriu kyssast á skemmtistað í New York.

Myndin til vinstri sýnir þau kyssast á skemmtistaðnum og netverjar notuðu myndirnar til hægri til að sanna að þetta séu þau á vinstri myndinni, þau voru bæði stödd í New York og klædd sömu fötum. Skjáskot/Reddit

Try Guys gáfu út yfirlýsingu á Instagram í gær og sögðu að Ned væri ekki lengur hluti af hópnum eftir ítarlega rannsókn innan fyrirtæksins.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by The Try Guys (@tryguys)

Um klukkustund síðar gaf Ned út yfirlýsingu og sagði að fjölskyldan hefði átt að vera í forgang hjá honum en hann hafi misst sjónar af því sem var mikilvægt.

„Ég átti í samþykku sambandi við samstarfsfélaga. Mér þykir leitt sársaukinn sem ég hef valdið strákunum og aðdáendum, en sérstaklega Ariel. Það eina sem skiptir máli núna er hjónabandið mitt og börnin mín, og ég ætla að einbeita mér að því,“ sagði hann.

Fjöldi netverja hafa skrifað við færslu Ned og lýst yfir vonbrigðum sínum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ned Fulmer (@nedfulmer)

Aðdáendur slegnir

Aðdáendur eru slegnir vegna málsins en Ned hefur verið þekktur sem „góði eiginmaðurinn“ í hópnum – það var hans ímynd. Hann talaði mikið um eiginkonu sína, hjónabandið þeirra og hún var oft við hlið hans í þáttunum.

Fréttirnar hafa ratað í alla helstu fjölmiðla vestanhafs. Try Guys voru fljótir að skipta út prófíl mynd á Instagram og YouTube og munu héðan í frá halda áfram starfseminni án Ned.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“