fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fókus

Lestu textann við lag Auðs og Bubba – „Fólkið hatar mig, elskar mig“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 22. september 2022 20:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er heiður að gera lag með þjóðarskáldi,“ segir tónlistarmaðurinn Auður en á miðnætti kemur út lag hans og Bubba Morthens sem ber heitið „Tárin falla hægt.“

„Þegar Bubbi bað mig um að vinna með sér gat ég ekki annað en sagt já. Ég mæmaði með Bubba og spilaði á luftgítar, hoppaði í rúminu og þóttist vera á sviði einn inni í herbergi sem krakki. Fjöllin hafa vakað er fyrsta lagið sem ég lærði á gítar. Núna er ég að gefa út lag með honum,“ segir Auður.

Sjá einnig: Auður snýr aftur og gefur út lag með Bubba

Þetta er þeirra fyrsta samstarfsverkefni en í tilkynningu sem send var út í dag kom fram að „stórir gítarar, stríðstrommur og angurvær hljóðheimur einkenna lagið.“

Bubbi segir að hann hafi lengi langað að vinna með Auð. „Frá því ég heyrði í Auð í fyrsta skipti vissi ég að þarna væri kominn listamaður sem hefði vægi. Og ég hugsaði: Ég verð að vinna með honum einn daginn.“

Lagið er samið af þeim báðum en upptökustjórn og helsti hljóðfæraleikur var í höndum Auðuns. Á bassasyntha spilar Magnús Jóhann Ragnarsson, hljóðblöndun var unnin af Styrmi Haukssyni og lagið gefið út af Öldu Music.

Lagið kemur inn á Spotify á miðnætti.


Tárin falla hægt

ég er fífl ég er skúrkur

ég hef séð tár, grátandi stúlkur

brennt þorp, kirkjur og brýr

bálför sem reyndist mér dýr

 

hef misst kjarkinn, ég hef séð þokuna

kraftaverk, dauða og heimsenda

ég hef dottið hrapað í holurnar

stend upp hvern dag og drep innri dópista

 

ég hef séð reykinn

tekið pillurnar

ég hef kysst stelpur

gert þær einmana

 

tárin falla hægt

sem að vega mest

 

ég er skíthæll,

ég er snillingur

aðeins guð mun klára mína setningu

 

tárin falla hægt

sem að vega mest

 

fólkið hatar mig

elskar mig

aumingi og þjóðargersemi

 

hirðfíflið, kóngurinn

ruddi, eðalmenni, dólgurinn

ég er málverkið

ég er pensillinn

ég er misheppnuð saga og fyrirmynd

 

gamall úlfur, burðast með þröskuldinn

ég er naglinn, andinn og sonurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tölvugerð mynd af Díönu prinsessu vekur reiði

Tölvugerð mynd af Díönu prinsessu vekur reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“