fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
Fókus

Sunneva Einars gefur 5 ráð til að auka vöðvamassa

Fókus
Miðvikudaginn 22. júní 2022 09:07

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn Sunneva Einarsdóttir hefur brennandi áhuga á heilsu, hreyfingu og næringu og er dugleg að sýna frá virkum og heilbrigðum lífsstíl sínum á Instagram. 

Hún svaraði spurningum fylgjenda sinna í gærkvöldi og gaf nokkur góð ráð varðandi líkamsrækt.

5 ráð til að auka vöðvamassa

Sunneva gaf fimm ráð til að auka vöðvamassa. Hún gaf ráðin á ensku og eru þau lauslega þýdd fyrir lesendur en það er hægt að sjá færsluna hennar aðeins neðar í greininni.

1. Borða!! Og ekki gleyma próteininu plís.

2. Lyfta þungt! Bættu á lóðin, reyndu á þig!

3. Stöðugleiki er lykillinn. Haltu áfram, þetta tekur tíma. Gerðu þetta að lífsstíl.

4. Hvíld. Fáðu góðan svefn.

5. Endurtaktu þetta!“

Skjáskot/Instagram

Aðspurð hvort hún fari eftir einhverju prógrammi þegar hún fer í ræktina sagðist Sunneva vera með sitt eigið prógramm „stimplað inn í hausinn á sér.“

„Ég veit hvað líkaminn minn þarf og hlusta á hann. Ég reyni að lyfta 3-4 sinnum í viku og eitthvað easy/cardio 1-3 sinnum í viku. Elska líka að breyta til í hreyfingunni og prufa alls konar tíma. Hreyfing er hreyfing,“ sagði hún.

Telur ekki kaloríur

Sunneva sagðist ekki telja kaloríurnar sem hún innbyrðir. „En ég fylgist stundum með prótein inntöku upp á forvitni. Veit svona sirka hvað er í hverju þar sem ég hef mikinn áhuga á næringu og innihaldi í mat (prótein, trefjar, fita, kolvetni, sykur). Hef aldrei verið á matarprógrammi eða diet in my life, just eat what I want.“

Einkaþjálfarinn deildi einnig uppskrift að sítrónu og parmesan pastarétt. „Ég lifi á pasta,“ sagði hún.

Sjáðu uppskriftina hér að neðan.

Skjáskot/Instagram

Sunneva deilir reglulega myndum eða myndböndum af sér á æfingu og þegar Covid gekk yfir deildi hún æfingum – sem var einnig hægt að framkvæma heima – og má enn nálgast þær í „highlighs“ á Instagram síðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vísindin hafa talað – Þetta er myndarlegasti maður heims

Vísindin hafa talað – Þetta er myndarlegasti maður heims
Fókus
Í gær

Eign dagsins – 325 fermetrar undir 100 milljónum á Akranesi

Eign dagsins – 325 fermetrar undir 100 milljónum á Akranesi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aftur komið upp um svakalega myndvinnslu Dove Cameron – „Þessi stúlka þarf augljóslega hjálp“

Aftur komið upp um svakalega myndvinnslu Dove Cameron – „Þessi stúlka þarf augljóslega hjálp“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lýsti eftir „týndum“ kærasta – Kom í ljós að hann átti konu og börn

Lýsti eftir „týndum“ kærasta – Kom í ljós að hann átti konu og börn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 5 dögum

Amber Heard rýfur þögnina – Allt sem þú þarft að vita um fyrsta viðtalið eftir réttarhöldin

Amber Heard rýfur þögnina – Allt sem þú þarft að vita um fyrsta viðtalið eftir réttarhöldin