fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Sakaður um að hafa nauðgað breskri stelpu í Grikklandi

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 18:00

Steve Milatos - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Milatos, 30 ára gamall áhrifavaldur, fyrirsæta og fyrrum raunveruleikasjónvarpsstjarna, hefur verið sakaður um að nauðga breskri stelpu sem stödd var í fríi á grísku eyjunni Rhodes.

Stelpan, sem er 21 árs gömul, segir að Milatos hafi boðið sér að koma með sér á næturklúbb á eyjunni en í kjölfarið hafi hann farið með hana í yfirgefið hús og nauðgað henni þar. Milatos, sem var handtekinn eftir að stelpan fór til lögreglunnar með málið, þvertekur fyrir ásakanirnar.

Lögfræðingur Milatos, Stelios Alexandris, segir í samtali við gríska fjölmiðilinn Proto Thema, að Milatos og stelpan hafi verið saman þetta kvöld en að þau hafi stundað kynlíf með samþykki hvors annars. Samkvæmt Proto Thema er breska stelpan búin að fara í læknisskoðun vegna málsins auk skoðunar hjá geðlækni.

Lögfræðingur bresku stelpunnar, Ionnis Kokkinogenis, segir í samtali við gríska sjónvarpsþáttinn Mega Kalimera að konan hafi mætt á næturklúbbinn og hitt Milatos þar en hann var að vinna sem dyravörður ásamt vini stelpunnar.

„Hann spurði hvort hún vildi fara af klúbbnum í fimm mínútur og í kjölfarið dró hann hana í yfirgefið hús í nágrenni við klúbbinn, þar sem hann framdi meinta nauðgun,“ segir Kokkinogenis. Þá segir hann að skjólstæðingur sinn sé í slæmu andlegu ástandi og að hún ætli að fara fyrr heim til Bretlands úr fríinu.

Lögfræðingur Milatos ræddi við annan grískan sjónvarpsþátt um málið og sagði að Milatos væri saklaus. „Skjólstæðingur minn er saklaus og hann hefur ekki gert neitt í líkingu við það sem hann er sakaður um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“