fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fókus

Þess vegna ertu á lausu – Sex algeng mistök

Fókus
Mánudaginn 16. maí 2022 18:03

Louanne Ward. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnumóta- og sambandssérfræðingurinn Louanne Ward afhjúpar sex ástæður fyrir því að fólk, sem vill vera í sambandi, er á lausu.

Louanne starfar sem stefnumótaþjálfari (e. dating coach), í stuttu máli hjálpar hún einhleypu fólki að fara á stefnumót og finna ástina.

Hún deildi á dögunum myndbandi á samfélagsmiðlum þar sem hún fer yfir sex algeng mistök sem einhleypt fólk gerir. DailyMail greinir frá.

Fyrstu mistökin  eru að ætlast til þess að makinn þinn sé nákvæmlega eins og þú vilt að hann sé. Hún er þá að meina að fólk setur óraunhæfar kröfur á maka sem enginn getur uppfyllt, og skapar þar af leiðandi spennu og gremju, og endar sambönd áður en þau ná almennilega að byrja.

Fólk er eins ólíkt og það er margt, og önnur mistök sem hún segir að einstaklingar í leit að ástinni eiga til með að gera, er að líta á það sem galla.

„Það er mikilvægt að eiga eitthvað sameiginlegt, en einnig að vera ólík á einhverjum sviðum.“

Þriðju mistökin eru að gleyma því að lifa í núinu með nýjum maka. „Þú ert að bera nýjan maka saman við gamlan kærasta/gamla kærustu, þannig þú ert ekki beint til staðar í þessu nýja sambandi,“ segir hún.

Fjórðu mistökin eru að hætta með makanum ef hann „tikkar ekki í öll box.“

Fimmtu mistökin eru að enda sambönd of snemma. „Þú slítur sambandinu um leið og það verður erfitt, frekar en að vinna í gegnum það,“ segir hún.

Dómharka eru sjöttu mistökin, að taka skyndiákvarðanir af yfirborðskenndum ástæðum, hún hvetur fólk til að gefa öðrum tækifæri.

Mistökin sex

  1. Þú ætlast til að maki sé allt sem þig dreymir um
  2. Þú sérð það sem galla að þið séuð ólík
  3. Þú berð nýjan maka saman við þann gamla
  4. Þú ert hrædd/ur um að þú sért að „sætta þig við“ eitthvað ef makinn tikkar ekki í öll box
  5. Þú ferð um leið og það koma upp vandræði
  6. Þú gefur fólki ekki tækifæri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Í gær

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“