fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Valdimar lenti í vandræðalegu atviki um helgina – „Svo sló þögn á samtalið“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 15:58

Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður - Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson lenti í ansi vandræðalegu atviki um helgina en hann deildi sögunni með vinum sínum á Facebook í kjölfarið. Síðar ákvað hann að deila sögunni einnig með fylgjendum sínum á Twitter og vakti hún mikla athygli þar.

Sagan hefst á því að Valdimar hringdi í ókunnuga manneskju varðandi gigg. „Þegar hún svaraði í símann þá heyrði ég að hún var að hlusta á eitthvað lag sem ég kannaðist svolítið við,“ segir Valdimar.

„Þá var þetta lagið Jólin eru okkar sem ég söng með henni Bríet fyrir ekki svo löngu. Svo sló þögn á samtalið og þá fannst mér eins og hún hækkaði aðeins í græjunum til að leyfa mér að heyra að hún væri að hlusta á lag með mér. Ég rauf þögnina og sagði „Já, flott.“ og hélt svo áfram að segja það sem ég vildi segja í þessu frekar formlega samtali.“

Valdimar segir að á meðan á samtalinu stóð hafi hann allan tímann verið að velta því fyrir sé hvort manneskjan ætlaði ekki að fara að lækka í tónlistinni. „En aldrei gerist það og hvert jólalagið á fætur öðru spilast á blasti í gegnum þetta samtal okkar,“ segir hann.

Eftir að Valdimar skellti á þá gerði hann sér fyrst grein fyrir því sem hafði gerst. „Það var ekki fyrr en ég skelli á að ég fatta að þetta var mitt eigið Spotify að spila random lög eftir að ég hafði áður verið að hlusta á lagið Yndislegt líf í æfingarskyni,“ segir hann.

„Þannig að ef við spólum aðeins til baka, þá var eins og ég hafi hringt í þessa manneskju, tekið langa pásu til að leyfa henni að heyra að ég væri að hlusta á jólalag með sjálfum mér í maí, sagði svo „Já, flott.“ og hélt svo áfram samtalinu með jólalög á blasti allan tímann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“