Myndbönd hans hafa fengið tugi milljóna í áhorf. Það vinsælasta hefur fengið rúmlega 18 milljónir áhorfa, en í því fyllir hann glös fjölskyldunnar af vatni og setur þau aftur upp í skáp.
@elvaraf This is your sign to start pre-filling your glasses #fyp #family #prank #prefill @Jakob Magnússon ♬ original sound – Elvar Aron
Í öðru mjög vinsælu myndbandi, sem hefur fengið yfir 10 milljónir áhorfa, eldar hann spagettí og setur það síðan aftur í kassann.
@elvaraf Replying to @Liv wiv This is your sign to start preboiling your pasta #preboiling #prank #family #fyp @Jakob Magnússon ♬ original sound – Elvar Aron
Hrekkir Elvars ganga út á að gera hlutina „áður“, setja mjólk út á morgunkornið og setja skálina aftur upp í skáp, rista allar brauðsneiðarnar og setja þær aftur í pokann og svo framvegis.
View this post on Instagram
Hver veit nema Elvar verði næsta TikTok-stjarna Íslands, en eins og við höfum áður séð þarf oft ekki nema eitt eða tvö „viral“ myndbönd til að skjóta fólki upp á stjörnuhimininn.
Í ágúst 2021 sló myndband Brynhildar Gunnlaugsdóttur í gegn á TikTok og í kjölfarið varð mikil aukning á fylgjendahóp hennar. Nú er hún með 1,2 milljónir fylgjenda á miðlinum og myndbönd hennar fá reglulega milljónir áhorfa.
Sjá einnig: Myndband Brynhildar slær í gegn á TikTok með yfir 20 milljónir í áhorf – „Innhólfið mitt er að springa“
@elvaraf Replying to @Richard Harrison This is your sign to start premilking the cereal #fyp #prank #family #premilking @Jakob Magnússon ♬ original sound – Elvar Aron