Kath Ebbs, kynsegin listakvár og áhrifavaldur, var allt annað en sátt þegar háni var sagt að það væri óviðeigandi að hán var í engu að ofan í sundlaug við höfn í Sydney, Ástralíu. Kath var að synda í lauginni þegar sundvörður kom og sagði háni að hylja á sér brjóstin.
„Þegar ég fer á ströndina eða í sund þá er ég ekki í neinu að ofan því karlmenn þurfa ekki að gera það,“ útskýrir Kath í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlinum Instagram.
View this post on Instagram
Kath útskýrir að háni finnst hán vera meira kyngerð þegar hún er klædd í topp, þá hjálpi það heldur ekki líkamsímynd háns. „Það er líka ekki punkturinn, karlmenn þurfa ekki að klæðast topp svo ég mun ekki gera það fyrr en þeir þurfa líka að gera það,“ segir hán.
Þá segir Kath að sundvörðurinn hafi sagt sér að karlmaður hafi kvartað undan háni „því það voru börn“ í sundlauginni.
„Afsakið en börnin eru líklega einu einstaklingarnir í þessari sundlaug sem eru ekki að kyngera brjóstin mín, því börn sjá ekki kyn, kynhneigð og líkama á þennan hátt,“ segir hán og bætir við að það sé feðraveldinu að kenna að fólk hefur svona skoðanir á líkömum annarra.
Kath segir þá að hán hafi ekki farið í topp þrátt fyrir tilmæli sundvarðarins, hán bað hann þess í stað um að sýna sér reglur sem banna það að vera ber að ofan í sundlauginni. „Þar til það gerist þá ætti það ekki að vera vandamál að ég sé sitjandi hérna með kynhlutlausu brjóstin mín að njóta lífsins á sama tíma og ég kenni börnum að þau þurfa ekki að skammast sín fyrir líkamann sinn.“
View this post on Instagram