fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Beggi Ólafs segir að „mafíunni“ hafi ekki tekist að sverta mannorð hans – „Ef ég segi sannleikann þá er ég örugglega að fara að móðga einhvern“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 21. nóvember 2022 14:30

Beggi Ólafs í myndbandinu umdeilda. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirlesarinn og rithöfundurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, er nýjasti gestur Helga Ómarsson í hlaðvarpsþættinum Helgaspjallið.

Í þættinum fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars um sambandsslit hans og áhrifavaldsins Hildar Sifjar Hauksdóttur og fjölmiðlafárið í kringum umdeild ummæli hans í lok sumars.

Beggi og Hildur Sif hættu saman í byrjun árs 2022 eftir átta ára samband. Hann viðurkennir í þættinum að sambandsslitin hafi komið flatt upp á hann.

„Ég hef verið tiltölulega laus við það að það gerist eitthvað sem kemur flatt upp á mig en það gerðist og það er oft sagt að þú farir frá því að vera strákur í mann þegar þú lendir í sambandsslitum og það var rosalega rosalega erfitt,“ segir hann.

„Af því að þú sérð lífið með einhverjum ákveðnum augum og búinn að sjá framtíðina með einhverri manneskju og ekki búinn að sjá ljósið fyrir þessari manneskju í ótrúlega mörg ár. Síðan allt í einu hverfur það og framtíðin sem þú sást fyrir þér, og fortíðin sem þú áttir með henni. Hvað er hún? Hvað gerist? […] Að ná að sættast við það er ótrúlega erfitt en að sama skapi rosalega lærdómsríkt.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by B E G G I Ó L A F S (@beggiolafs)

Beggi Ólafs segist nú skilja af hverju fólk deyfir sig með mat og fíkniefnum.

„Ég fékk að upplifa meiri dýpt á mannlegri tilveru og sársauka. Alvöru sársauka, bara nístandi sársauka. Þá gat ég tengt við, þegar maður lendir í einhverju erfiðu, þá get ég tengt við það, af hverju fólk fer og truflar sig frá raunveruleikanum. Af hverju er fólk að vinna mikið eða fer að deyfa sig með mat, símanum eða eiturlyfjum, eða áfengi. Ég veit nákvæmlega af hverju fólk gerir það því mig langaði til að gera þetta allt saman á ákveðnum tímapunkti því ég fann fyrir svo miklum sársauka.“

Beggi 3.0 segir sannleikann

Beggi ræðir einnig um umdeilt myndband sem birtist af honum á samfélagsmiðlum. Hann talar um „fjölmiðlafárið“ en nefnir ekki í þættinum hvaða myndband það var, eða hvað það var sem hann sagði, sem olli þessu fjaðrafoki. Það er ansi líklegt að hann sé að ræða um myndband sem hann birti í ágúst síðastliðnum þar sem hann talaði um mikilvægi þess að karlmenn megi vera karlmenn.

Ummæli hans voru höfð að háði og spotti á samfélagsmiðlum. Hann var einnig harðlega gagnrýndur og var meðal annars kallaður hinn „íslenski Andrew Tate.“

Sjá einnig: Beggi Ólafs veldur usla með umdeildu myndbandi

 

View this post on Instagram

 

A post shared by B E G G I Ó L A F S (@beggiolafs)

„Þú lentir í smá fjölmiðladæmi hérna einhvern tíma […] hvernig var hugsunarferlið í því ferðalagi í rauninni?“ spyr Helgi.

„Ég var kannski of mikið að einblína að gera öllum til geðs í skrifunum mínum áður, og reyna að höfða til allra. Síðan áttaði ég mig á því, það eru tvær leiðir sem maður getur farið. Maður getur reynt að höfða til allra eða sagt það sem maður trúir að sé satt, þá hugsanlega verður maður ekki allra,“ segir hann.

„Mér líður ekkert vel þegar aðrir eru ósáttir við mig, í grunninn. Ég vil ekki stíga á fæturna á öðru fólki eða að fólk sé ósátt út í mig. En sannleikurinn og að segja sannleikann er rótgróið inn í mína sál núna og ég einhvern veginn áttaði mig á því að ef ég segi sannleikann þá er ég örugglega að fara að móðga einhvern,“ segir hann og tekur fram að hann sé að tala um „minn sannleika.“

„Ég er að segja það sem ég trúi að sé satt og svo tek ég bara afleiðingunum.“ Beggi segir að þetta sé hluti af „Begga 3.0“, nýrri og endurbættri útgáfu af honum sjálfum.

„Mafíunni“ tókst ekki að sverta mannorð hans

„Allir sem þekkja mig vita hvar ásetningur minn býr og það er kannski ástæðan af hverju mafían náði ekki að sverta mannorð mitt. Því síðustu tíu til fimmtán ár, sama hvar ég hef verið, þá ætla ég að vona það – nei ég veit það – að fólkið sem ég hef umkringst hefur gott um mig að segja og veit hvaðan ég kem. Síðan má færa rök varðandi innihaldið sem ég sagði, er að ég sagði þetta frekar hvasst. Ég var frekar ákveðinn í myndbandinu því þetta var búið að liggja á mér,“ segir hann og bætir við að honum finnist „ekkert að innihaldi“ þess sem hann sagði en hugsar hvort hann hefði fengið sömu hörðu viðbrögðin ef hann hefði sagt þetta á öðruvísi máta.

Hann ræðir þetta nánar í hlaðvarpsþættinum sem má hlusta á hérna að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands

Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands