fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Þegar auglýsingastofa opnaði hús sitt fyrir flóttafólki frá Úkraínu

Fókus
Þriðjudaginn 4. október 2022 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í marsmánuði síðastliðnum opnaði auglýsingastofan Pipar/TBWA hús sitt fyrir úkraínsku flóttafólki. Á virkum dögum gat fólk þar komið saman og snætt kvöldverð sér  að kostnaðarlausu.

Núna hefur verið gerð kvikmynd um þetta sérstaka samstarf og verður boðsýning á henni í Bíó Paradís þann 6. október kl. 19. Daniil Kononenko, sendiherra Úkraínu á Norðurlöndum, mun opna sýninguna. Þessi mynd er eftir Snorra Sturluson og Svetlönu Graudt og þar er gægst inn í hugarheim flóttafólks og fólksins sem hjálpar þeim.

„Ég er rússnesk en hef búið á Íslandi í þónokkurn tíma. Afi minn var frá Úkraínu og þetta stríð kemur illa við mig og er svo sorgleg staðreynd. Þetta stríð hefði aldrei átt að verða. Ég ákvað því að mæta í Pipar\TBWA sem sjálfboðaliði til að hjálpa fólki eins og ég gat. En ég er líka blaðamaður og þegar ég byrjaði að kynnast fólki þá voru þarna sögur sem varð að segja. Varð að skrásetja svo þær gleymist ekki. Þessar sögur snerta okkur öll. Ég hugsaði því. Þetta er auglýsingastofa. Hér hlýtur að vera fólk sem getur unnið með mér að því að gera mynd um þetta,“ segir Svetlana Graudt um myndina.

„Mér fannst að það yrði að skrásetja þetta á einhvern hátt þar sem ég sá hvernig vinnustaður minn hafði algjörlega umturnast eftir að Pipar\TBWA var orðið að félagsmiðstöð og kvöldmatarstað fyrir flóttafólk. Það var svo mikið af fólki sem kom og allt þetta fólk hafði sögu að segja. Svo þegar ég frétti að Svetlana væri í sömu pælingum þá lá beinast við að við myndum gera þetta saman. Hún tók viðtölin og ég skildi ekkert sem var sagt. Það var ekki fyrr en í klippiherberginu þegar það var búið að texta þar sem við vorum að vinna að ég náði samhenginu. Þá komst maður oft við,“ Segir Snorri Sturluson, kvikmyndagerðamaður, um tilurð myndarinnar.

Til viðbótar við þau sem leikstýrðu myndinni var það Daria Leo Melanich sem vann að klippingu myndarinnar með Snorra en Daria kom sem flóttamaður frá Úkraínu til Íslands eftir að stríðið hófst.

Hér að neðan má sjá brot úr myndinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“