fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Anna er kulnunarmarkþjálfi – „Eldra fólkið fussar og sveiar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. október 2022 12:30

Anna Claessen. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Claessen, dansari og kulnunarmarkþjálfi, hvetur fólk til að hætta að yfirfylla dagskrána og byrja að setja mörk.

Í pistli á Vísi vekur hún athygli á niðurstöðum nýrrar könnunar um að 35 þúsund Íslendingar séu útbrunnir.

„30 prósent á aldrinum 18 til 24 ára á vinnumarkaðnum segjast útbrunnin einu sinni í viku eða oftar. Þarna er fólk að vinna, í skóla og í tómstundum eða íþróttum. Svo makar og vinir. Partý líka. Með námi kemur líka heimavinna,“ segir Anna og spyr hvernig dagskrá þeirra lítur út.

„Eru 5 mín á milli tíma? Ná þau að segja hæ ef einhver stoppar þau. Hversu mikið af tímanum eyða þau svo líka á samfélagsmiðlum og internetinu. Pældu í huganum. Fær það rými til að anda?“

Tímarnir hafa breyst

Anna segir samfélagið hafa breyst mikið og þess vegna eigi eldri kynslóðin oft erfitt með að skilja kulnunarástand.

„Eldra fólkið fussar og sveiar. Áður fyrr var þetta ekki svona. Er ekki farið að ofnota orðið kulnun? Góðir punktar …. EN, á þeirra tímum var ekki internet, á þeirra tímum voru ekki samfélagsmiðlar (halló áreiti), á þeirra tímum voru símar aðal áreitið, á þeirra tímum var ekki svona margt í boði, á þeirra tímum var ekki hægt að fá aðgengi að manni 24/7,“ segir hún.

„Að vera í skóla er vinna. Að vera í vinnu er vinna. Að stunda íþróttir og aðrar tómstundir er vinna. Að vera með maka og vini er vinna. Að vera með fjölskyldu er vinna. Þetta er allt áreiti. Mismunandi mikið og tekur mismunandi á mann,“ segir hún og heldur áfram:

„Því er svo mikilvægt að þekkja sjálfan sig og mörkin sín. Hversu mikið ertu að gera fyrir þig vs. fyrir aðra? Hvað af dagskránni þinni gefur þér orku? Hvað af dagskránni tekur frá þér orku?“

Anna auglýsir síðan heimasíðuna fyrir fyrirtæki hennar Happy Studios og námskeið hennar fyrir fólk í kulnun – eða korter í kulnun – sem kostar 39.900 krónur, þar sem hún fer „dýpra í þetta.“

Lenti sjálf í kulnun

Í viðtali hjá Fréttablaðinu í ágúst sagði Anna frá því að hún hefði orðið fyrir kulnun í starfi og hefði á þeim tíma viljað geta sótt námskeið þar sem hún gæti lært að takast á við sjálfa sig. Hún ákvað því að setja upp slíkt námskeið þar sem hún deilir hvaða tækni hún notaði til að komast yfir þetta ástand, eins og að „skoða dagskrána og deila verkefnum“ og taka „réttu vítamínin og bætiefni.“

Að lokum segir hún að við stjórnum eigin dagskrá. „Við þurfum að þekkja mörkin okkar. Það fyrsta er dagskráin. Hættum að yfirfylla hana. Það mun alltaf bætast í hana. Þú stjórnar dagskránni. Þú býrð til líf þitt. Búðu til draumalífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Í gær

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti