fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Alma úr Nylon varði jólunum í faðmi heimsþekkts leikara

Fókus
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Guðmundsdóttir, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Nylon og hefur nú notið mikillvar velgengni sem lagahöfundur í Bandaríkjunum, vakti athygli á dögunum fyrir lag sem hún skrifaði ásamt hinum fræga plötusnúði Alesso og er sungið af engri annari en stórstjörnunni Katy Perry.

Það er þó ekki allt. Hún hefur nú birtir myndir frá jólunum á Instagram-síðu sinni þar sem má sjá hana í fangi manns sem ætti að koma mörgum kunnuglega fyrir sjónir.

Um er að ræða leikarann Ed Weeks sem lék eitt aðalhlutverkið í vinsælu þáttunum The Mindy Project og í grínþáttunum LA to Vegas.

Af myndunum sem Alma deildi má sjá að hún og Ed höfðu það notalegt um jólin ásamt vinum, sungu saman jólalög, drukku jóladrykki og borðuðu dásemdar mat.

Af myndunum að dæma og athugasemdum við þær þar sem vinir þeirra tala um hvað þau séu sæt saman og að Ed kallar Ölmu elskuna sína mætti draga þá ályktun að þau séu meira en bara góðir vinir.

Ed var áður í sambandi við leikkonuna Bellamy Young sem lék forsetafrú Bandaríkjanna í þáttunum Scandal og nú nýlega í þáttunum Prodigal Son. Þau hættu þó saman árið 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann