fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Fókus

„Eitt fyndnasta móment íslensks útvarps“

Fókus
Þriðjudaginn 20. september 2022 16:00

Athugið að myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, eða Rikki G eins og hann er oftast kallaður, hefur vakið athygli fyrir pælingu sem hann kom með í útvarpsþættinum  Brennslunni á FM957 í gær.

Pælingin kom í kjölfar þess að Rikki las frétt eftir Kristján Kristjánsson, blaðamann DV, um að nyrsta eyja heims hafi í raun ekki verið eyja þegar allt kom til alls. Í rannsóknarleiðangri um komst í ljós að sjór var undir „eyjunni“ og að í raun væri um að ræða ísjaka sem þakinn er mold og möl á yfirborðinu.

Sjá einnig: Nyrsta eyja heims reyndist ekki vera eyja þegar allt kom til alls

„Ég er að hugsa, af því að þú veist, jörðin er ekki flöt…“ sagði Rikki eftir að hann fór yfir innihald fréttarinnar. „Hvert ertu að fara maður?“ spurði þá Egill Ploder, sem stýrir Brennslunni ásamt Rikka og Kristínu Ruth. „Má ég tala? Ég kom með „alert“ um að ég gæti „lúkkað“ fyrir að vera mjög heimskur. Þannig ég ætla bara að vera mjög hreinskilinn,“ sagði Rikki þá og kom svo með pælinguna sína.

„Ef við myndum halda áfram að sigla, bara upp eftir, myndi maður enda… suður, þú veist, sunnan megin?“

Þegar Rikki var búinn að bera upp þessa spurningu fór Egill að hlæja. „Myndi ég þá enda bara, þú veist, einhvers staðar í Ástralíu? Í staðinn fyrir að fara til baka, suðurleiðina, halda áfram norðurleiðina og þá ertu kominn suður,“ sagði Rikki svo og þá fór Egill að hlæja ennþá meira. „Já 100 prósent, þú heldur bara áfram, þú dettur ekkert af sko. Auðvitað endarðu það,“ sagði Egill og hló á meðan.

„Okei en af hverju ferðu þá ekki niður, af því að þú ert alltaf flatur þá, þú veist af því hún er ekki…“ sagði Rikki þá og Egill hló meira. „Það fyndna við þetta er að þú veist þetta ekki sjálfur,“ sagði Rikki svo og Egill sagðist víst vita að auðvitað detti maður ekki af jörðinni.

„Eitt fyndnasta móment íslensks útvarps“

Ljóst er að þetta spjall félaganna vakti athygli hlustenda en einn slíkur birti færslu á Twitter þar sem hann sagðist þurfa að fá klippu af spjallinu. Hlustandinn segir að um „eitt fyndnasta móment íslensks útvarps“ hafi verið að ræða. „Ég þarf að fá þessa klippu.“

Hlustandinn þurfti ekki að bíða lengi því skömmu eftir að hann óskaði eftir klippunni var hún komin í athugasemdirnar við færsluna. Hér fyrir neðan má hlusta á klippuna.

Mikil umræða varð svo til í kjölfarið sem klippan birtist. „Þessi maður þarf að eignast hnattlíkan,“ segir til dæmis einn netverji. „Þetta er svona Truman Show pæling,“ segir annar netverji. „Hahaha þetta er æðislegt, mjög einlægt og krúttlegt moment,“ segir svo enn annar.

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, tjáir sig einnig um málið en hann segist hafa haldið að hann væri dottinn inn í „eitthvað útvarpsleikrit“ þegar hann hlustaði á þáttinn í gærmorgun.

Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlarinn sem oftast er kenndur við stjörnurnar, segir svo að þetta séu í alvöru ekki heimskulegar spurningar eða vangaveltur hjá Rikka. „Svörin liggja ekkert endilega í augum uppi. Hvernig veistu til dæmis að Jörðin er kúla en ekki flöt? Hvaða sönnunargögn sérðu í kringum okkur? Fólk furðar sig reglulega á lögun flugslóða á flatri kortavörpun.“

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Madonna deilir sjaldséðri fjölskyldumynd með öllum börnunum

Madonna deilir sjaldséðri fjölskyldumynd með öllum börnunum
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Camilla Rut og Valli njóta saman á Spáni – „Pornstar martini og risarækjur á leiðinni“

Camilla Rut og Valli njóta saman á Spáni – „Pornstar martini og risarækjur á leiðinni“
Fókus
Í gær

Anna varar við þessu svæði á Tenerife – „Best að halda sig fjarri“

Anna varar við þessu svæði á Tenerife – „Best að halda sig fjarri“
Fókus
Í gær

Eign dagsins – Blátt hús í hjarta Hafnarfjarðar á 121,9 milljónir

Eign dagsins – Blátt hús í hjarta Hafnarfjarðar á 121,9 milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir erfiða upplifun síðasta vetrar hafa breytt sér – „Ég var miklu kátari en er lágstemmdari í dag og held að sú breyting sé komin til að vera“

Sólveig Anna segir erfiða upplifun síðasta vetrar hafa breytt sér – „Ég var miklu kátari en er lágstemmdari í dag og held að sú breyting sé komin til að vera“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var talin hafa látist tveggja ára gömul þegar að Titanic sökk – Hver var konan sem steig fram 28 árum síðar?

Hún var talin hafa látist tveggja ára gömul þegar að Titanic sökk – Hver var konan sem steig fram 28 árum síðar?