fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

Karl Bretlandskonungur vekur strax illt umtal – Sakaður um hroka rétt fyrir ávarp sitt

Fókus
Mánudaginn 12. september 2022 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl III Bretlandskonungur tók formlega við krúnunni á laugardag í sérstakri arftökuathöfn í St. James höllinni í London á laugardag. Hann hefur þó verið konungur Bretlands allt frá því að móðir hans, Elísabet II, lét lífið á fimmtudag.

Á athöfninni náðist hann á mynd reiðilega skipa aðstoðarfólki sínu að taka til á skrifborðinu sem hann sat við að skrifa undir pappíra, rétt áður en til kom að hann færi með ávarp sitt. Myndbandið hefur gert allt vitlaust á samfélagsmiðlum.

Myndbandið virðist sýna hvar Karl notar hendurnar til að gefa aðstoðarfólki sínu til kynna að það þurfi að taka til á skrifborðinu og fjarlægja þaðan hluti. Netverjar hafa bent á að Karl er, að þeim vitandi, með tvær hendur og hefði sjálfur getað fært til hlutina.

Hlutirnir á borðinu var blek sem hann fékk frá sonum sínum Vilhjálmi og Harry Bretlandsprinsum við athöfnina.

Annað myndband gengur líka manna milli þar sem Karl er að skrifa undir pappíra. Þar má sjá hvar Karl virðist eiga erfitt með að koma pappírnum fyrir á borðinu og svo gnísta tönnum og benda aðstoðarfólki sínu á að fjarlægja hluti.

Bæði þessi myndbönd hafa vakið harða gagnrýni á fyrsta konunginn sem ríkt hefur yfir Bretlandi í 70 ár, en þau þykja bera merki um hroka konungsins.

Engu að síður má velta upp þeirri spurningu hvort að konungurinn hafi ekki hreinlega verið stressaður. Móðir hans skildi eftir stóra kórónu til að fylla enda elskuð og dáð af þjóð sinni áratugum saman og hafði fylgt Bretlandi inn á tækniöldina í gegnum stríð og miklar samfélagsbreytingar. Hún ríkti svo lengi að hún var orðin tákn Bretlandsþjóðarinnar og upplifa sig margir í eins konar krísu. Til að mynda er þjóðsöngur Breta lagið God save the queen, sem nú þarf að breyta í god save the king.

Þjóðarsorg ríkir enn í Bretlandi en Elísabet verður jörðuð þann 19. september.

Karl hefur þrátt fyrir ofangreinda gagnrýni þó verið talinn hringja inn nýja tíma en hann hefur verið ögn meira í takt við tíðarandan í gegnum árin heldur en móðir hans og mátti bera þess merki af fyrsta ávarpi hans til breska sambandsríkisins þegar hann talaði fyrst og fremst um að þjóna þjóð sinni.

Það hljóta að vera nokkur viðbrigði fyrir konunginn að vera samtímis að syrgja móður sína og taka við þeirri þjóðhöfðingjastöðu sem beðið hefur hans öll hans 73 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi