fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Hann mætti ekki á stefnumótið – Nú vill hún 1,4 milljón í miskabætur

Fókus
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera einhleypur í makaleit. Stundum endar maður á stefnumótum sem eru alveg hryllilega slæm og stundum er maður svo óheppinn að mæta á stefnumót og sitja þar einn eins og bjáni þar sem hin manneskjan sveikst um að mæta.

QaShontae Hosomla Short-Brundidge hafði ekki átt sjö daganna sæla þegar hún mældi sér mót við mann að nafni Richard Jordan. Hún var þarna ný búin að missa móður sína og var því viðkvæm. Hún hafði ákveðið að dreifa huganum á afmælisdegi móður hennar með því að skipuleggja stefnumót.

Þegar Richard mætti svo ekki ákvað hún að grípa til sinna ráða til að ná sér niður á honum fyrir svikin.

Þetta átti sér stað fyrir tveimur árum síðan. Hún ákvað að stefna Richard fyrir dóm og krefjast 1,4 milljóna í miskabætur fyrir tilfinningalegt tjón. Málið var nýlega tekið fyrir í hennar heima héraði.

Dómarinn benti þó á að það væri ekki hlutverk héraðsdómstólsins að taka fyrir kröfur vegna tilfinningalegs tjóns. Hann spurði þó Richard hvort hann ætlaði að grípa til varna í málinu.

„Ehh ég verð að vera hreinskilinn við þig herra dómari. Ég hélt að þessu yrði bara vísað frá. Þetta var… við fórum á stefnumót. Eitt stefnumót og ekkert meira en það og nú er verið að stefna mér til að greiða 1,4 milljónir. Ég sé ekki hvernig þetta ætti að ná fram að ganga. Ég tel þetta vera tímasóun.“

Richard sat í réttarsal með hendur fyrir andliti sínu og virtist furðu lostinn að þetta væri að eiga sér stað.

QaShontae útskýrði fyrir dómaranum að hún hafi til að byrja með ekki ætlað að fara fram á svona háar bætur, en eftir að hún. lagði fyrst fram stefnu í málinu hafi Richard skrifað til hennar skilaboð sem henni mislíkuðu gífurlega.

Dómarinn reyndi þá að útskýra að dómskerfið virki ekki á þennan veg. QaShontae lét sér þó ekki segjast. Hún vildi einnig halda því fram að Richard hafi gerst sekur um meinsæri, eins og það kallast í lagalegum skilningi í tilvikum þar sem aðili máls lýgur eiðsvarinn. QaShontae tók ekki mark á útskýringum dómarans á að ekki væri um meinsæri að ræða í einkaskilaboðum þeirra á milli. QaShontae tók þeirri kennslustund óstinnt upp og æstist töluvert upp.

Dómarinn benti QaShontae á að hún þyrfti að beina stefnu sinni að öðrum dómstól. Hún yrði þó að borga kostnaðinn sem fylgir því að flytja málið milli dómstólanna og verði hún ekki við því verði málið fellt niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“