fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Sumir sjúskaðir en aðrir svalari – Frægir í fangelsi

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 2. júlí 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér má sjá nokkur þekkt andlit sem komust í kast við lögin á einhverju tímapunkti í lífi sínu. Sumir áður en frægð var náð en aðrir voru þegar búnir að ná stjörnustatus við handökuna. Allar utan einnar áttu handtökurnar sér stað í Bandaríkjunum og voru hinar ýmsu ástæður fyrir afskiptum laganna varða. Allir voru myndaðir eins og lög kveða á um og  virðist  sem  handtakan  hafi  farið  misvel  í fólk.

Þessi ungi maður var handtekinn í Nýu Mexíkó árið 1977 fyrir að aka próflaus og virða stöðvunarskyldu að vettugi í ofanálag. Ári síðar stofnaði hann fyrirtæki að nafni Microsoft og hefur þénað dulítið á því. Reyndar svo mjög að Bill Gates hefur verið einn af fimm ríkustu mönnum heims síðastliðin 26 ár, þar af 18 þeirra sem hinn ríkasti. Hvort hann er að láta sig dreyma um Windows á þessari mynd er ekki vitað en Gates virðist hinn kátasti.

Francis Albert Sinatra var handekinn í New Jersey árið 1938 fyrir ,,tælingu.” Sinatra, alræmdur kvennabósi alla sína tíð, var aðeins 23 ára þegar hann var ákærður fyrir að ,,eiga kynverðismök við konu með vandað mannorð gegn fölsku loforði um hjónaband.“ Sem þá var glæpsamlegt athæfi. Sinatra var sleppt gegn tryggingu en snarlega handtekinn aftur mánuði síðar og þá ákærður fyrir hórdóm. Konan hafði eftir allt saman reynst þegar gift.

Herra Beyonce, einnig nefndur Jay-Z , réttu nafni Shawn Corey Carter var handtekinn í New York árið 1999 fyrir hnífstunguárás á hljómplötuframleiðanda sem honum var eitthvað í nöp við. Rapparinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sá fram á 15 ára fangelsi. Jay-Z lýsti sig aftur á móti sekan um minni sakargiftir og slapp með þriggja ára skilorð.

Hinn eini sanni David Bowie, minna þekktur sem David Robert Jones, er ofursvalur á handtökumynd frá 1976. Goðið var þá handtekið ásamt rokkaranum Iggy Pop fyrir vörslu á 170 grömmum af marijúana. Þeir þurftu að dúsa eina nótt í grjótinu áður en kæra var látin niður falla.

Annað stórmenni rokksögunnar og góðvinur Bowie, sjálfur Mick Jagger, handtekinn í Englandi fyrir vörslu á amfetamíni árið 1967. Yfirvöld höfðu lengi látið sig dreyma um að handtaka kauða sem þótti arfaslæm fyrirmynd breskrar æsku. Það þótti því fengur að amfetamínfundinum þegar ráðist var til inngöngu í vistarveru rokkarans og Jagger handtekinn á samt félaga sínum úr Rolling Stones, Keith Richards. Báðir fengu fangelsisdóm sem þeir áfrýjuðu. Stónsararnir unnu áfrýjunina og gengu burtu frjálsir menn.

Hinn ágæti leikari Nick Nolte mun hata af ástríðu myndina sem tekin var af honum eftir handtöku fyrir ölvunarakstur og vörslu fíknefni árið 2002. Myndin breiddist um heiminn á ógnarhraða og af mörgum álitin eins sú versta sinnar tegundar. Þess má geta að Nolte var valin kynþokkafyllsti maður heims tíu árum fyrir töku myndarinnar.

Þessi handtökmynd sálarkonungsins James Brown er heldur ekki par hugguleg. Brown komst ítrekað í kast við lögin en þessi er tekin í Suður-Karólínu árið 2004 þegar hinn þá sjötugi blúskóngur var handtekinn fyrir að beita 33 ára brúði sína ofbeldi. Reyndar voru flestar hans handtökur vegna heimilisofbeldis. Brown slapp í þetta skiptið með greiðslu 1000 dollara sektar.

Stórleikarinn Keanu Reeves var handtekinn fyrir ölvunar- og hraðakstur í Los Angeles árið 1993. Reeves hefur reyndar alltaf verið hrifinn af hraðakstri og á fjölda mótorhjóla. Leikarinn hefur nokkrum sinnum slasast við iðkun þessa áhugamáls síns en blessunarlega aldrei alvarlega. Myndin af Keanu ,,Neo“ Reeves líkist reyndar frekar listrænni auglýsingu fyrir eitthvað gasalega smart en handtökumynd.

Sjálfur Járnmaðurinn, Robert Downey Jr, var handtekinn í Kaliforníu árið 1999 fyrir að skrópa í eiturlyfjapróf. Prófið var forsenda fyrir reynslulausn hans en kappinn hafði verið tekinn með heróín, kókaín og skammbyssu þremur árum áður. Downey barðist lengi við eiturlyfjafíkn og var svo til útlægur úr kvikmyndabransanum á sínum. Það var aftur á móti ofangreindur Reeves sem átti stóran þátt í að koma Downey aftur á beinu brautina.

Bíberinn var handtekinn í Flórída árið 2014 fyrir ölvunar og hraðastur auk mótþróa við handtöku. Hann reyndist einnig vera undir áhrifum marijúana og lyfseðilsskyldra lyfja sem hann hafði enga skýringu á. Bieber virðist aftur á móti hinn hressasti á myndinni. Hann játaði brot sín og slapp með sekt og áminningu.

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian gaf sig sjálf fram við lögreglu eftir að brjóta skilorð árið 2008. Ári áður hafði hún verið tekinn fyrir ölvunarakstur en lauk hvorki áfengismeðferð né samfélagsþjónustu sem hún hafði verið skikkuð í. Khloé var því dæmd til 30 daga í steininum en sat aðeins inni í 30 klukkustundir. Fangelsið reyndist fullt og ekki fannst pláss fyrir hinu íðilfögru Kardashian systir.

Sennilega er þessi handtökumynd af Elvis Presley ekki alvöru. Hún var að öllum líkindum tekin í Denver árið 1970 þegar að löggæslumenn þar í borg hylltu Presley með þvi að veita honum heiðursskjöld. Hann mun nefnilega hafa borgað undir leikfimissal fyrir laganna verði. Kóngurinn flottur.

Peter Gene Hernandez, betur þekktur sem Bruno Mars, var handtekinn á klósetti Hard Rock hótelsins í Las Vegas árið 2010 fyrir vörslu á kókaíni. Söngvarinn slapp við tukthúsvist með því að greiða 2000 dollara í sekt, skila af sér 200 klukkustundum í samfélagsþjónustu og mæta í átta skipti í ráðgjöf. Bruno virðist hafa tekið klósetttökunni þokkalega vel miðað við myndina.

Ólíkt öðrum á listanum er erfitt að koma þessari ungu snót fyrir sig. Hún var handtekinn undir nafni sínu, Cherilyn Sarkisian, í Los Angeles árið 1959. Hún varð síðar öllu þekktari einfaldlega sem Cher. Hún var aðeins 13 ára þegar hún var nöppuð á stolnum bíl, að sjálfsögðu án ökuleyfis. Og já, Cher er í alvöru 76 ára gömul.

Alfred James Pacino var grímuklæddur þegar hann var handtekinn ásamt vinum sínum árið 1961. Piltarnir höfðu verið tilkynntir til lögreglu fyrir grunsamlega hegðun eftir að hafa margekið sama hringinn í kringum hverfi í Rhode Island. Við leit fannst skammbyssa í skotti bílsins og varð stórleikarinn sem síðar varð að dúsa þrjá daga í tugthúsinu þar sem hann náði ekki að nurla saman þeim 2000 dollurum sem hann var sektaður um. Hann er væntalegri heldur aurameiri í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins