fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Ertu hunda- eða kattamanneskja? – Hundafólk hreyfir sig meira en kattafólk listelskara

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 2. júlí 2022 12:15

A Bulldog and a cat are face-to-face in a stand off.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kannast við það að hafa einhvern tíma verið spurðir hvort þeir séu hunda- eða kattamanneskja. Og þótt að flestir hallist kannski frekar í aðra áttina hvað varðar gæludýr þeir erutil sem eru afar harðir í sinni afstöðu og hafna alfarið annarri tegundinni sem gæludýri. 

Háskólinn í Austin í Texas gerði könnun á hvort munur væri á persónuleikum þeirra sem velja geltið eða mjálmið og eru niðurstöðurnar athyglisverðar. 

Í könnuninni kom einnig fram að næstum helmingur fólks telur sig vera hundafólk en aðeins 12 prósent skilgreina sig sem kattafólk. Rúmlega 25 prósent segist ekki geta gert upp á milli tegundanna og 15 prósent líkar hvorki við hunda né ketti. 

Munur á persónuleika hundaeigenda og kattaeigenenda. 

-Hundaeigendur eru félagslyndari en kattaeigendur sem kjósa frekar að eiga náðugt kvöld heima með kisu en með hópi fólks. Hundaeigendur eru með fleiri áhugamál og líta almennt jákvæðari augum á lífið og tilveruna. 

-Hundaeigendur hreyfa sig meira en kattaeigendur. Ekki aðeins er um göngutúra með hundinn að ræða heldur stunda hundaeigendur frekar íþróttir á við sund, skíði eða hlaup. Kattaeigendur kjósa frekar, lestur, eldamennsku, föndur og annar sem unnt er að stunda innan veggja heimilisins.

-Kattaeigendur hafa meiri sköpunargáfu, sinna frekar listmálun, hönnun og skapandi skrifum. Þeir eru opnari fyrir nýjungum og fylgjast meira með fréttum og samfélagsmálum en hundaeigendur. 

-Líkt og gæludýr þeirra eru hundaeigendur reglufastari, fylgja fremur hefðum og eiga mun auðveldara með að fylgja leiðbeiningum frekar en kattaeigendur sem kjósa að fara sínar eigin leiðir. Kattaeigendur eru einnig viljugri til að prófa nýjungar og gera breytingar á lífi sínu.  

-Hundaeigendur segjast helst leita að vináttu við dýr sitt en kattaeigendur nefna frekar nánd.

-Hundaeigendur eru fórnfúsari og eiga auðveldara með að treysta öðrum en kattafólkið. Hundaeigendur gefa frekar í fé í góðgerðarmál og sinna sjálfboðaliðastörfum í meira mæli. Þeir eru einnig líklegri til að vera trúaðir.

Hundur og köttur.

-Kattareigendur eru almennt stressaðri, kvíðnari og svartsýnni en hundafólkið. Þeir búa einnig oftar einir, líkar einveran betur, og hika frekar við að opna á tilfinningar sínar við annað fólk. 

-Hundaeigendur eru líklegri til að búa í dreifbýli en kattaeigendur. Þeir eru einnig íhaldsamari í vali á stjórnmálaflokkum og skipta síður um skoðanir, búsetu og störf. Kattaeigendur vinna frekar sjálfstætt og telja atvinnuöryggi ekki jafn mikilvægt og hundafólkið. 

-Kattaeigendur skipta oftar skapi, flakka frekar um tilfinningaskalann og bæði gráta og hlæja meira en jafnlyndari hundaeigendur. 

-Hundaeigendur eru mun jákvæðari gagnvart kattaeigendum en kattaeigendur eru gagnvart hundaeigendum. 

-Kímnigáfa hópanna er ekki sú sama. Kattareigendur eru hrifnari af orðaleikjum og kaldhæðni en hundaeigendur sem kjósa frekar grín byggt á líkamstjáningu. 

-En það sem kemur ef til vill mest á óvart er afgerandi munur í vali á uppáhaldsbítli: Hundaeigendur halda mest upp á Paul McCartney en kattareigendur eru mun hrifnari af George Harrison.  

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára