fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Þættir Árna Ólafs heitins komnir á Netflix

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 30. júní 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Queen – sem eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar heitins – eru komnir á streymisveituna Netflix. Árni skrifaði handritið ásamt Kacper Wysocki og stóð til að hann myndi einnig leikstýra þáttunum.

Árni Ólafur lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein í apríl 2021, aðeins 49 ára að aldri.

Í inngangi fyrsta þáttar stendur: Til minningar um Árna Ólafs Ásgeirssonar, bæði á pólsku og á íslensku.

Skjáskot/Netflix

Sjá einnig: Ekkja Árna Ólafs opnar sig um missinn – „Við vorum alls ekki undir það búin að hann myndi kveðja svona fljótt“

Queen fjallar um pólska klæðskerann Sylvester, sem er einnig dragdrottningin Loretta. Þegar sagan hefst er hann kominn á eftirlaun og hefur búið í París í hálfa öld, en hann lofaði sér því að snúa aldrei aftur til Póllands þegar hann flutti þaðan. Hann ákveður að svíkja eigið loforð þegar barnabarn hans hefur samband og biður hann um aðstoð, móðir hans – dóttir Sylvester – er veik og þarf að gangast undir nýrnaígræðslu.

Horfðu á stikluna hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma