fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

„Sorg er ekki flensa. Hún er hel­víti sem enginn hressist af“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 25. júní 2022 18:00

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er vont hvað fólk hræðist sorg. Það er engu líkara en sá sem syrgir sé sýktur og því beri að forðast náið sam­neyti. Því jú vissu­lega er vont að sjá fólk þjást og það veldur því að á­horf­andanum líður illa.“

Svona hefjast bakþankar sem Tobba Marinós, athafnakona með meiru, skrifar í helgarblað Fréttablaðsins. Í bakþönkunum fer Tobba yfir það hversu mikilvægt það er að sýna fólki samúð og kærleika þegar það er að ganga í gegnum sorg.

Hún segir nefnilega að svo virðist vera sem fólk fái þau skilaboð að best sé að forða sér þegar það sér einhvern kljást við sorgina. „Skila­boðin virðast því vera að best sé að forða sér í mat­vöru­verslun þegar sorgin svífur fram hjá í næsta rekka,“ segir hún.

„Þetta er að vissu leyti skiljan­legt en um leið ó­þolandi rolu­háttur sem við höfum allt of mörg gerst sek um.“

Tobba segir hversu mikilvægt það er að sýna fólki að það standi með því þegar það er sorgmætt, þrátt fyrir að það geti verið óþæginlegt. „Að taka á sig rögg, hversu ó­þægi­legt sem það er, staldra við, á­kveða að vera vel gerð manneskja og ganga yfir götuna eða í næsta rekka, horfa í augu vinar eða vin­konu, sem er að upp­lifa hel­víti á jörð, og segja ég sam­hryggist þér, er lík­lega eitt það manneskju­legasta sem við getum boðið upp á í sam­skiptum,“ segir hún

„Þessi orða­skipti taka sekúndur, eða mínútur og þú munt aldrei sjá eftir því, öfugt við það að stinga höfðinu ofan í símann í röðinni í búðinni til að forðast augnsam­band. Og já, kannski fer við­komandi að gráta og það er ó­þægi­legt fyrir þig – en þetta snýst ekki um þig.“

Tobba segir að þetta snúist um að vera manneskja með hjarta. „Vera manneskja sem börnin manns geta lært af,“ segir hún.

„Ekki hlaupast undan. Því það er vont að vera einn og sorg­mæddur.“

Að lokum minnir hún fólk á að sorg er ekki sjúkdómur. „Vin­sam­legast ekki spyrja að­stand­endur hvort að sá sem hefur ný­lega misst ein­hvern ná­kominn, maka eða barn, sé að „hressast“. Sorg er ekki flensa. Hún er hel­víti sem enginn hressist af heldur lærir að lifa með. Og lífið er síðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna