fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Svona kemur Camilla Rut í veg fyrir flekkóttar hendur og fingur

Fókus
Fimmtudaginn 23. júní 2022 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Camilla Rut vill að enginn fari inn í helgina með brúnkurkemsslys á höndum og fingrum – og gefur því góð ráð um hvernig er best að bera það á sig

Í myndbandi á TikTok og Instagram sýnir hún hvaða tækni hún notar fyrir þetta svæði, en eins og allir sem hafa notað brúnkukrem vita þá eiga hendurnar og fingurnir til að vera hundleiðinlegt svæði til að bera á og brúnkan sjaldnast jöfn þar.

En Camilla hefur fundið lausnina og deilir með öðrum.

„Það er algjörlega óþarfi að fara inní helgina með brúnkuslys á höndum og fingrum elskurnar, hér hjálpumst við bara að,“ segir áhrifavaldurinn í færslu á Instagram.

„Mitt helsta ráð til þessa er að brúnka kroppinn eins og ég geri vanalega, geyma svo fingurnar þar til síðast og byrja svo ballið.

  1. Ég set doppu af sjálfsbrúnkunni á handarbakið með annarri doppu af góðu rakakremi
  2. Nudda öllu saman eins og ég myndi gera með venjulegum handáburð, það er smá drullumall en ekki vera feimin, bara halda áfram að nudda þar til þetta er orðið nokkuð jafnt
  3. Ég er svo búin að undirbúa rakt handklæði á flatt yfirborð, klósettlokið er fínt og þurrka svo innan úr lófunum í handklæðið svo það festist ekki brúnka inní lófunum.
  4. Kviss bamm búmm, ekkert brúnkuslys hér á bæ.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CAMY (@camillarut)

Brúnkukremsráð Camillu hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og samtals yfir 2200 manns líkað við það. Hvað segja lesendur, á að prófa þetta næst?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar