fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fókus

Svona kemur Camilla Rut í veg fyrir flekkóttar hendur og fingur

Fókus
Fimmtudaginn 23. júní 2022 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Camilla Rut vill að enginn fari inn í helgina með brúnkurkemsslys á höndum og fingrum – og gefur því góð ráð um hvernig er best að bera það á sig

Í myndbandi á TikTok og Instagram sýnir hún hvaða tækni hún notar fyrir þetta svæði, en eins og allir sem hafa notað brúnkukrem vita þá eiga hendurnar og fingurnir til að vera hundleiðinlegt svæði til að bera á og brúnkan sjaldnast jöfn þar.

En Camilla hefur fundið lausnina og deilir með öðrum.

„Það er algjörlega óþarfi að fara inní helgina með brúnkuslys á höndum og fingrum elskurnar, hér hjálpumst við bara að,“ segir áhrifavaldurinn í færslu á Instagram.

„Mitt helsta ráð til þessa er að brúnka kroppinn eins og ég geri vanalega, geyma svo fingurnar þar til síðast og byrja svo ballið.

  1. Ég set doppu af sjálfsbrúnkunni á handarbakið með annarri doppu af góðu rakakremi
  2. Nudda öllu saman eins og ég myndi gera með venjulegum handáburð, það er smá drullumall en ekki vera feimin, bara halda áfram að nudda þar til þetta er orðið nokkuð jafnt
  3. Ég er svo búin að undirbúa rakt handklæði á flatt yfirborð, klósettlokið er fínt og þurrka svo innan úr lófunum í handklæðið svo það festist ekki brúnka inní lófunum.
  4. Kviss bamm búmm, ekkert brúnkuslys hér á bæ.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CAMY (@camillarut)

Brúnkukremsráð Camillu hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og samtals yfir 2200 manns líkað við það. Hvað segja lesendur, á að prófa þetta næst?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram