fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

„Draugurinn í Denver“ – Maðurinn sem bjó í leyni á háaloftinu

Fókus
Fimmtudaginn 16. júní 2022 22:01

Hús Peters-fjölskyldunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1941 hafði reynst erfitt fyrir Theodore Edward Coneys. Einn daginn fór hann til að heimsækja vin sem var síðan ekki heima. Í stað þess að fara ákvað Coney að klifra upp á háaloftið á heimili vinarins og setjast þar að.

Vinur Coneys sem þarna bjó hét Phillip Peters, 73 ára gamall. Coney hafði ákveðið að leita til Peters þar sem hann var í alvarlegum fjárhagsvandræðum og hafði misst heimili sitt. Coney og Peter höfðu verið nánir vinir á árum áður og Coney kom oft til Peters, sem var búsettur í Denver í Coloradofylki Bandaríkjanna.

Vantaði skjól fyrir veturinn

Í þetta sinn var húsið tómt. Peters hafði farið að heimsækja mjaðmabrotna eiginkonu sína á sjúkrahús, líkt og hann hafði gert á hverjum einasta degi eftir að hún slasaði sig. Coney ákvað engu að síður að fara inn í húsið og rakst þar á litla hurð sem leiddi upp á háaloftið. Coney var smávaxinn maður, hann komst í gegn um litlu hurðina og ákvað að háaloftið, sem var afar þröngt, yrði hans nýja heimili. Seinna sagði hann: „Ég leit svo á að háaloftið yrði skjól mitt á komandi vetri.“

Coney bjó á háaloftinu í fimm vikur án þess að Peters tæki eftir honum. Coney beið eftir því að Peters færi út að heimsækja konuna sína sem hann gerði áfram daglega, og þá fékk Coney sér að borða og notaði baðherbergið.

Háaloftið þar sem Coney hafðist við.

Barði hann til dauða

Þann 17. október læddist Coney niður án þess að átta sig á því að Peters var enn heima. Peters var mjög brugðið þegar hann sá Coney í eldhúsinu sínu og barði hann með göngustaf. Það voru mörg ár síðan þeir höfðu sést og Peters þekkti ekki sinn gamla vin. Coney sagði seinna: „Líklega hafði ég breyst mikið í þau 30 ár sem við höfðum ekki hist.“ Svar hans við því að vera barinn með göngustaf var að grípa í þunga grind af kolaeldavélinni og berja Peters til dauða, áður en hann hörfaði aftur upp á loft.

Lík Peters fannst þá um kvöldið þegar Jennie Ross, vinur og nágranni, ákvað að athuga með hann eftir að hann hafði ekki mætt til hennar í kvöldmat eins og áætlað var. Flest kvöld eftir að konan hans fór á sjúkrahúsið hafði Peters fengið að borða kvöldmat hjá Ross.

Fann líkið í svefnherberginu

Ross byrjaði á að banka á hurðina en enginn svaraði. Hún varð síðan áhyggjufull þegar hún sá göngustaf Peters og hattinn hans í gegn um gluggann. Hún kallaði þá til annan nágranna þeirra, Doris Berke, sem gat klifrað yfir í afgirtan pall bakatil og komst þar inn.

Það fyrsta sem hún gerði þegar hún kom inn í húsið var að kveikja ljósið í eldhúsinu. Hún öskraði þegar hún sá stóran blóðpoll á gólfinu. Í svefnherberginu þar við hliðina fann hún lík Peters. Greinilegt var að það hafði ekki liðið langur tími frá því hann var myrtur og þær Berke og Ross kölluðu til lögreglu.

Frú Peter kom aftur heim

Lögreglan var fljót á staðinn og sá strax að þarna höfðu átt sér stað mikil átök. Peters hafði reynt að verjast en orðið undir.

Það sem lögreglumennirnir undruðust mest var að allir gluggar og allar hurðir höfðu verið læstar. Auglýst var eftir fólki sem gæti hafa séð grunsamlegar mannaferðir við húsið þennan dag en það bar engan árangur.

Loksins kom að því að frú Peters fékk að fara heim af spítalanum. Aðeins tveimur vikum seinna mjaðmabrotnaði hún hins vegar aftur og þurfti að dvelja á sjúkrahúsinu. Hún var útskrifuð heim í apríl.

Vegna hás aldurs og fyrri sögu af mjaðmabrotum gat frú Peters ekki séð sjálf um heimilisverkin og réði því til sín húshjálp. Þær sem hún réði sögðu hins vegar allar upp og héldu því fram að húsið væri reimt.

Sögðu að húsið væri reimt

Ein húshjálpin, Hattie Johnson, varð svo hrædd við það sem hún taldi vera ósýnilegir kraftar að hún flúði heim, og sagðist „ekki ætla að vera í einhverju reimdu húsi.“

Önnur húshjálp, Edith Clark, var sannfærð um að yfirnáttúrulegir atburðir ættu sér stað á heimilinu. Hún rifjaði upp að hafa eitt sinn séð hvíta hönd koma inn um opnar dyr. Hún öskraði og heyrði þá hljóð eins og einhver væri að hlaupa í burtu.

Frásagnir af reimleikum í húsinu fóru víða og frú Peters hætti að geta fengið nýja húshjálp. Það vildi engin koma í húsið. Hún ákvað þá að flytja heim til sonar sína sem bjó í Grand Junction í Coloradofylki, og skildi húsið eftir tóma. Fyrir utan gamla Coney, sumsé.

Nágrannarnir óttaslegnir

Fólki fannst auðvelt að trúa frásögnum um reimleika, sér í lagi því þarna hafði sannarlega átt sér stað morð sem enn hafði ekki verið upplýst. Jafnvel nágrönnum fannst oft óþægilegt að ganga þarna framhjá.

Þeir fóru að taka eftir að breytilegt var hvernig gluggatjöldin voru og sögðust endurtekið heyra fótatak úr húsinu sem átti að vera tómt. Sumir sögðust líka hafa séð kveikt og slökkt á ljósum.

Eftir allar þessar undarlegu ábendingar ákvað lögreglan að halda til við húsið í tvo sólarhringa, en tók ekki eftir neinu óvenjulegu.

Theodore Edward Coney

Fölur og veikburða

Það var síðan þann 30. júlí sem tveir lögreglumenn, Roy Bloxom og William Jackson, voru við störf í hverfinu og ákváðu að líta við í „reimda“ húsinu til öryggis. Þeir voru varla komnir inn um útidyrnar þegar þeir heyrðu lágvært hljóð koma að ofan og lýstu þessu eins og einhver hefði verið að snúa lás.

Þeir fóru upp tröppurnar og sáu Coney þar sem hann var að reyna að koma sér inn um litlu dyrnar sem lágu upp á háaloft. Á þessum tíma hafði hann búið þar í níu mánuði.

Lögreglumennirnir skipuðu Coney að koma niður og þegar hann gerði það brá þeim verulegar þegar þeir séu hversu fölur og veikburða hann var orðinn eftir að hafa lokað sig þarna af allan þennan tíma. Fötin hans voru skítug og tætt, og hann var grindhoraður.

Krukkur með mannaskít

Samkvæmt lögreglumönnunum sem rannsökuðu morðið á Peter höfðu þeir aldrei leitað á háaloftinu því þeir töldu að inngangurinn væri of lítill fyrir nokkurra manneskju til að komast inn um. Inngangurinn var ekki nema 20 sentimetrar á breitt og 40 sentimetrar á hæð, og allt loftið var agnarsmátt. Það var líka afar óhreint og var krukkum með mannaskít raðað upp við einn vegginn.

Í varðhaldinu neitaði Coney fyrst að hafa drepið Peters en brotnaði á endanum niður og játaði. Hann sagðist hafa haldið sig á háaloftinu eftir að hann drap Peters því hann var of hræddur til að fara: „Ég borðaði ekkert í marga daga, en ég lifði. Ég var hræddur við að fara því ég vissi að ég hafði drepið mann.“

Eftir að Coney var handtekinn varð hann þekktur sem „Köngulóarmaðurinn í Denver“ eða „Draugurinn í Denver.“

Algjör fyrirmyndarfangi

Hann fór til geðlæknis sem lagði mat á sakhæfi hans og komst geðlæknirinn að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur.

Réttarhöldin yfir Coney áttu að hefjast 21. september en áður en af þeim varð þurfti að flytja hann í flýti á sjúkrahús vegna þess að hann var kominn með lungnabólgu.

Fundinn var ný dagsetning fyrir réttarhöldin og var Coney fundinn sekur um morðið á Peter vini sínum. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Í ríkisfangelsinu í Colorado var hann fyrirmyndarfangi, byrjaði að vinna í raftækjaverslun í fangelsinu og líf hans innan veggja fangelsisins var líklega mun betra en það var nokkurn tíman á litla háaloftinu.

Theodore Edward Coney lést í fangelsinu þann 16. maí 1967.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“