fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Lét Kardashian fjölskylduna heyra það og hótaði dómara eftir fyrsta dag í dómsal

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 13:00

Myndir/Instagram/Hulu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tokyo Toni, móðir fyrirsætunnar Blac Chyna, virtist vera að rúlla jónu á meðan hún lét Kardashian-Jenner fjölskylduna fá það óþvegið í beinni á samfélagsmiðlum.

Blac Chyna er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Robert Kardashian. Á mánudaginn hófst mál hennar gegn Kim Kardashian, Khloé Kardashian, Kylie Jenner og Kris Jenner. Hún heldur því fram að framleiðendur sjónvarpsstöðvarinnar E! hefðu orðið fyrir áhrifum Kardashian-Jenner kvennanna þegar kom að því að aflýsa fyrirhuguðum raunveruleikaþætti hennar, Rob & Chyna, og það hefði valdið henni fjárhagslegu og andlegu tjóni.

Sjá einnig: Kardashian systur auðsýnilega ósáttar í dómsal vegna athugasemdar um kynlífsmyndband Kim

Tokyo Toni var í dómsal ásamt dóttur sinni á mánudaginn og um kvöldið fór hún ófögrum orðum um raunveruleikafjölskylduna á samfélagsmiðlum. Hún sagði að stjörnurnar hefðu verið „ógnvekjandi“ í útliti.

„Þetta er svo sorglegt. Síðan hristi Khloé höfuðið við öllu því sem kviðdómararnir sögðu. Er í lagi með þig, tík? Þarftu Xanax eða eitthvað, tík?“ Sagði hún.

Samkvæmt Page Six virtist Tokyo Toni, 50 ára, vera að rúlla jónu á meðan hún var í beinni og því lengra sem leið á streymið varð hún sundurlausari í tali.

Hún sagði Kris Jenner vera „gamla og útslitna“ og líkti henni við „litla manninn á þríhjólinu“ í hryllingsmyndinni Saw.

„Þær líta út fyrir að vera dauðar,“ sagði hún.

Sjá einnig: Dregur Kardashian-Jenner veldið fyrir dóm – „Kviðdómur mun loksins fá að heyra hvað gerðist á bak við luktar dyr“

Fékk ekki aftur að koma í dómsal

Val á kviðdómi hélt áfram í gær og vakti lögfræðingur Kardashian-Jenner fjölskyldunnar athygli á Instagram-streymi Tokyo Toni og sakaði hana um að hóta skjólstæðingum sínum.

„[Kris] Jenner hefur áhyggjur af öryggi sínu,“ sagði hann.

Lögfræðingur Blac Chyna sagðist ekki vera meðvitaður um streymið en samþykkti að Tokyo Toni yrði meinaður aðgangur að dómsalnum.

Hótaði dómaranum

Tokyo Toni var ósátt við ákvörðun dómara um að hún fengi ekki að vera áfram í dómsal og tjáði sig um það í öðru beinu streymi á Instagram á þriðjudaginn. Á meðan því stóð hótaði hún dómaranum í málinu, en athæfið gæti haft alvarlegar afleiðingar þar sem það er refsivert að hóta dómara. TMZ greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga