fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Fókus

Dregur Kardashian/Jenner veldið fyrir dóm – „Kviðdómur mun loksins fá að heyra hvað gerðist á bak við luktar dyr“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 12:30

Samsett mynd/Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti á dögunum að hún ætlar að einbeita sér að dómsmáli sínu við Kardashian/Jenner fjölskylduna sem verður tekið fyrir í dómsal eftir tíu daga.

Blac Chyna var í sambandi með Robert Kardashian og eiga þau saman fimm ára dóttur, Dream Kardashian. Robert, eða Rob eins og hann er kallaður, er hluti af einni frægustu fjölskyldu heims, Kardashian/Jenner fjölskyldunnar. Hann er ekki jafn frægur og systur sínar en hefur komið fram í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar og var um tíma með eigin þátt með þáverandi kærustu sinni og barnsmóður, Blac Chyna. Þátturinn hét einfaldlega Rob & Chyna og kom aðeins út ein þáttaröð árið 2016 á bandarísku sjónvarpsstöðinni E!.

Sjónvarpsstöðin ákvað að hætta framleiðslu þáttanna árið 2017 og heldur Blac Chyna því fram að það hefði verið frægu fjölskyldunni að kenna.

Rob og Blac Chyna. Mynd/Getty

Í þáttunum Rob & Chyna fengu áhorfendur að fylgjast með stormasömu sambandi þeirra þar sem það var dramatík í hverjum þætti. Þau opinberuðu samband sitt í janúar 2016 og byrjuðu stuttu seinna með þættina. Þau eignuðust dóttur, Dream Kardashian, í nóvember 2016. Þau byrjuðu og hættu saman margsinnis en hættu saman í síðasta skipti í desember 2016.

Sambandsslitunum fylgdi meira drama. Rob hélt því fram að Blac Chyna hefði bara verið með honum til að öðlast meiri frægð og frama. Hún sagði hann vera andlega veikan og latan. Ástandið stigmagnaðist síðan verulega þegar Rob deildi nektarmyndum af barnsmóður sinni án leyfis í júlí 2017. Blac Chyna kærði Rob fyrir heimilisofbeldi en dró til baka kæruna og komust þau að samkomulagi sín á milli, einnig hvað varðar forræði dóttur þeirra en þau eru með sameiginlega forsjá.

Sjá einnig: Rob Kardashian beitir Blac Chyna stafrænu kynferðisofbeldi – Gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi

Khloé, Kim og Kris Jenner.

Í október 2017 höfðaði Blac Chyna einkamál gegn Rob Kardashian og systrum hans og móður, Kris Jenner, Kim Kardashian, Khloé Kardashian og Kylie Jenner.

Í stefnu heldur hún því fram að hún hafi orðið fyrir miklum skaða þegar Rob deildi nektarmyndunum af henni og þess vegna hafi fyrirhuguðum raunveruleikaþætti þeirra verið aflýst. Hún heldur því líka fram að framleiðendur sjónvarpsstöðvarinnar hafi orðið fyrir áhrifum Kardashian/Jenner systranna, en þær hefðu krafist þess að framleiðslu þáttanna yrði hætt.

Hún sakar systurnar um að „drusluskömm“ í hennar garð á samfélagsmiðlum og fyrir að vera „fjölmiðlaníðingar“ á meðan á tökum síðari þáttaraðarinnar stóð.

Tveimur vikum áður en Chyna lagði fram stefnu höfðaði Rob mál gegn henni þar sem hann heldur því fram að hún hafi notað bæði hann og fjölskyldu hans fyrir fjárhagslegan ávinning. Í þeim skjölum kemur einnig fram að það hafi verið sameiginleg ákvörðun sjónvarpsstöðvarinnar E! og Kardashian fjölskyldunnar að hætta framleiðslu Rob & Chyna.

Lögfræðingar Kardashian fjölskyldunnar benda einnig á að það hafi reynst erfitt að taka upp aðra þáttaröðina þar sem Blac Chyna hafi þá verið með nálgunarbann gegn Rob, sem var í gildi frá júlí 2017 til september 2017.

Í desember 2020 hafði Blac Chyna betur í dómsal er hún vann mál sitt gegn Bunim/Murray Productions, fyrirtækinu sem sá um framleiðslu á Rob & Chyna, um að fá afhent myndefnið sem aldrei var gefið út en hefði átt að vera önnur þáttaröð.

Á laugardaginn síðastliðinn birti Blac Chyna yfirlýsingu á Twitter þar sem hún tilkynnti að hún ætli sér nú að einbeita sér að dómsmáli sínu gegn Kardashian/Jenner klaninu. Hún mætir þeim í dómsal eftir tíu daga.

Fyrirsætan sakar systurnar um að hafa skaðað sig bæði „fjárhagslega og andlega.“ Hún segir að þetta hefði ekki aðeins haft áhrif á hana heldur einnig á börn hennar og sakar raunveruleikastjörnurnar um lygar.

„Ég er svo þakklát að kviðdómur mun loksins fá að heyra hvað raunverulega átti sér stað á bak við luktar dyr, lygarnar sem voru sagðar og um skaðann sem hlaust.“

Blac Chyna á tvö börn. King Cairo, sem er níu ára, með rapparanum Tyga, og Dream, sem er fimm ára, með raunveruleikastjörnunni Robert Kardashian.

Sjá einnig: Segist þremur bílum fátækari því frægu barnsfeðurnir borga ekki meðlag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brosandi svamparnir komnir til Íslands – „Þau hjá Scrub Daddy úti höfðu heyrt að Íslendingar væru kaupóðir“

Brosandi svamparnir komnir til Íslands – „Þau hjá Scrub Daddy úti höfðu heyrt að Íslendingar væru kaupóðir“
Fókus
Í gær

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaður Kourtney Kardashian fluttur í skyndi á spítala – Dóttir hans óskar eftir því að aðdáendur biðji fyrir honum

Eiginmaður Kourtney Kardashian fluttur í skyndi á spítala – Dóttir hans óskar eftir því að aðdáendur biðji fyrir honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar hafa nóg að segja um nýju vaxstyttuna af Billie Eilish

Netverjar hafa nóg að segja um nýju vaxstyttuna af Billie Eilish
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“