fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Piers Morgan segist geta útskýrt hegðun Will Smith – Rifjar upp „taugatrekkjandi“ fyrstu kynni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 29. mars 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan tjáir sig um atburði síðasta sunnudagskvölds þegar leikarinn Will Smith sló grínistann Chris Rock utan undir í beinni á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Atvikið hefur tröllriðið fjölmiðlum undanfarinn einn og hálfan sólarhring og virðast allir hafa eitthvað um málið að segja, þar á meðal Piers.

Sjá einnig: Sjáðu myndbandið: Will Smith sló Chris Rock í beinni á Óskarnum – „Ekki tala um fokking konuna mína!“

Fjölmiðlamaðurinn lýsir uppákomunni sem „sjokkerandi“ og „því ljótasta sem sést hefur í 94 ára sögu“ Óskarsverðlaunanna í pistli á The Sun.

„Hvað leiddi til þess að ein stærsta kvikmyndastjarna allra tíma, og einhver sem er þekktur fyrir jafnaðargeð sitt, gjörsamlega missti vitið á stærsta kvöldi ferils síns?“ Spyr Piers og segist svo vita svarið.

Hann rifjar upp sín fyrstu kynni af leikaranum. Fyrir nokkrum árum síðan tók hann viðtal við Jada Pinkett Smith, leikkonu og eiginkonu Will, fyrir CNN. Piers segir að Will hefði mætt óvænt á tökustað til að styðja hana.

„Mín fyrstu kynni af honum voru taugatrekkjandi. „Ég var ekki viss um ÞIG, ALLS EKKI VISS!“ baulaði hann, aðeins nokkrum sentimetrum frá mér, hann horfði í augun mín í nokkrar langar og óþægilegar sekúndur. Á endanum glotti hann og sagði: „En núna líkar mér vel við þig. Veistu af hverju? Það er hvernig þú berð fram: „Blimey.““

Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar

Piers segir að Will hefði síðan byrjað að leika fjölmiðlamanninn eftir áður en hann fylgdi þeim í stúdíóið til að horfa á viðtalið fara fram.

„Áður en við byrjuðum varaði hann mig við: „Ekki koma eiginkonu minni í uppnám, herra Morgan, þú vilt ekki sjá mig reiðan.“ Hann meinti hvert orð.“

Viðtalið gekk vel fyrir sig að sögn Piers og eftir það spilaði hann á píanó fyrir Will og sungu þeir aðeins saman.

Mynd/Getty

Löðrungurinn sem heyrðist út um allan heim

Piers ræðir um atvikið sjálft og segir að brandari Chris Rock hefði farið yfir strikið, sérstaklega ef hann vissi af sjálfsofnæmissjúkdóm Jada fyrir fram. „Ef ekki þá er hann saklaust fórnarlamb og refsingin óverðskulduð,“ segir hann.

„Ef hann vissi af þessu þá var þetta ljótt og grimmilegt grín sem verðskuldaði reiði eiginmannsins.“

Chris Rock gerði grín að sköllóttu höfði leikkonunnar með því að kalla hana „G.I Jane“, en Jada hefur verið opin um baráttu sína við sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hárlosi. Hún ákvað að raka höfuð sitt í fyrra og taka því fagnandi frekar en að skammast sín.

„Að gera grín að konu sem hefur misst allt hárið sitt er ekki fyndið, það er bara harðbrjósta,“ segir hann.

Sjá einnig: Forsagan á bak við erjur Will Smith og Chris Rock

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar