fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

„Eiginmaður minn dó og ég þurfti að segja hjákonu hans frá því“

Fókus
Föstudaginn 25. mars 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska Bridgette Davis, 36 ára, missti eiginmann sinn til tíu ára og þurfti að láta hjákonu hans vita. Hún segir frá þessu í myndbandi á TikTok og birtir skilaboðin á milli þeirra.

„Þegar eiginmaður þinn til tíu ára deyr og þú þarft að segja hjákonu hans,“ segir hún.

Skjáskot/TikTok

„Fokk, ég trúi þessu ekki. Ég get þetta ekki, er að missa vitið. Ég get ekki gert þetta aftur, hann lofaði mér. Get ég fengið að fara þar sem hann er jarðaður?“

Bridgette svaraði einfaldlega: „Nei.“

Skjáskot/TikTok

Eiginmaður Bridgette tók eigið líf árið 2018 eftir langa og erfiða baráttu við geðhvarfasýki.

Myndbandið vakti mikla athygli og fékk Bridgette fjölda spurninga frá netverjum sem hún svarar í öðrum myndböndum. Vinsæl spurning var hvort að hjákonan vissi að hann hefði verið giftur.

Skjáskot/TikTok

Bridgette birtir skjáskot sem sýnir að hjákonan vissi að þau hefðu verið gift í tíu ár, saman í sextán ár og hefðu átt tvö börn saman.

Hún vildi ekki deila of miklu um málið vegna barnanna sinna en sagðist ætla að vera hreinskilin þegar þau væru orðin nógu gömul og myndu spyrja hana spurninga um föður sinn. Hún deildi þó helstu atriðum í nokkrum myndböndum á TikTok sem má skoða hér. Í myndbandinu hér að neðan fer hún yfir síðustu vikuna í lífi eiginmanns hennar.

@bridgettedavis08♬ original sound – Bridgette Davis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm