Fyrsti þáttur af Draugasögum var sýndur á Hringbraut í gær en þar segjast þau Katrín Bjarkardóttir og Stefán John Stefánsson afla sannana fyrir draugagangi með rannsóknum sínum þegar þau heimsækja íslenska staði sem þekktir eru fyrir reimleika eða yfirnáttúrulega atburði
Í þessum fyrsta þætti var fjallað um hið sögufræga hús Höfða við Borgartún í Reykjavík sem þau segja á lista yfir reimdustu hús í Evrópu.
Þann 2. október 2020 létu þau læsa sig inni í húsinu og vopnuð tækjum á borð við EMF mæli, sem sem nemur rafsegulbylgjur, sem andar eru sagðir gefa frá sér og/eða séu búnir til úr, telja þau sig hafa komist í samband við Sólborgu nokkra sem sögð er hafa fylgt húsinu sem og ókunnan karlmann. Þá ræða þau einnig við fólk sem hefur persónulega reynslu af draugagangi í Höfða.
Hér má sjá brot úr þættinum:
Draugasögur fyrsti þáttur - klippa
Þau Katrín og Stefán að fjölmargir Íslendingar verði árlega fyrir reynslu sem ekki eigi sér eðlilegar skýringar. Í gegnum tíðina hafi parið deilt þessum reynslusögum fólks í hlaðvarpi þar sem viðkomandi lýstu hræðslu og ótta vegna yfirnáttúrulegrar upplifunar. Atvikin hafi átt sér stað á stofnunum, vinnustöðum en þó langoftast á heimilum fólks.
Hér má nálgast þáttinn í heild sinni.