fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Skilur ekkert í athyglinni sem varir hennar fá

Fókus
Föstudaginn 25. febrúar 2022 19:00

Chloe Cherry.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chloe Cherry leikur Faye í nýju þáttaröð „Euphoria“ sem HBO Max sýnir. Hún segist ekkert skilja í þessari svakalegu athygli sem varir hennar virðast fá, en mikið er gert grín að stóru vörum hennar og mikið af því er andstyggilegt.

Þetta er fyrsta verkefnið sem Chloe fær á leikferli sínum en hún er ekki óvön myndavélinni þar sem fyrir „Euphoria“ lék hún í klámmyndum.

Sjá einnig: Beint úr klámmyndaleik í eina vinsælustu þáttaröðina hjá HBO

Útlit Chloe hefur verið á milli tannanna á fólki frá fyrsta þætti og fær hún ljót skilaboð um það, sérstaklega varðandi varastærð hennar.

Í nýlegu viðtali sagðist hún ekkert botna í þessari athygli og áður en hún lék í „Euphoria“ hafði hún aldrei fengið slík viðbrögð.

„Mínar fimmtán mínútur af frægð hafa verið jákvæðar og mér hefur liðið mjög vel. Það er óraunverulegt að fá að heyra það frá svo mörgum að þeir elska mig í þættinum, alveg virkilega,“ sagði hún við Variety.

„En á sama tíma er alveg klikkað hversu margir tala um hversu stórar varir mínar eru. Ég hef séð fjölda fyrirsagna, færslna og athugasemda um varir mínar og það er alveg súrrealískt,“ sagði hún.

„Þetta er ruglað því þú verður að átta þig á því að ég fékk mér þessar varir á einhverjum tímapunkti í lífi mínu og enginn brást svona við, allavega ekki svo ég sá til. Þannig það er skrýtið að sjá „memes“ og annað um það, því þetta er líkami minn sem er til umræðu, og ég skildi ekki alveg hversu mikið mál þetta væri.“

Chloe sagðist vera búin að sætta sig við það að þetta sé hluti af því að vera í sviðsljósinu. „Ég sver það, enginn í lífi mínu sagði: „Vó Chloe, þessar varir eru klikkaðar.“ En ætli þetta gerist ekki þegar maður verður þekktari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Í gær

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman