fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Ótrúlegt bónorð í Sambíóunum Egilshöll

Fókus
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 15:21

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin sveif yfir sætum salar 1 í Sambíóunum Egilshöll fyrr í vikunni þegar spænski hugbúnaðarverkfræðingurinn Mohamed Idries bað Lorudes Luque Vilatoro, kærustu sinni til nokkurra ára, um að giftast sér. SamFilm greinir frá þessu á Facebook.

„Mohamed er mikill rómantíkus og hafði hann skipulagt bónorð sitt til Lorudes í þaula. Parið hafðiverið í fríi á Íslandi og fyrir komuna til landsins hafði Mohamed samband við okkur og spurt hvort við gætum hjálpað honum að koma kærustu sinni á óvart. Við hjá Samfélaginu gerum allt fyrir ástina og urðum að sjálfsögðu við þessari ósk.“

Mohamed „plataði“ framtíðar unnustuna með sér á nýjustu Matrix myndina, en það var ekki Keanu Reeves sem birtist á skjánum heldur falleg stuttmynd sem Mohamed bjó til.

„Stuttmyndin var samansett af klippum frá vinum og vandamönnum sem sögðu frá sinni uppáhalds minningu um Lorudes. Myndin endaði svo á spurningunni:

„There is but one thing to ask you“

Áður en Lorudes vissi af var ástarprinsinn farinn á skeljarnar og bað hana um að giftast sér.“

Lorudes sagði: „JÁ!“

Mynd/Facebook

Fókus óskar turtildúfunum innilega til hamingju með trúlofunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“