fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Þolandi Stefáns úr Gagnamagninu stígur fram – „Daði vissi nákvæmlega að um væri að ræða kynferðisofbeldi og andlegt ofbeldi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. janúar 2022 20:00

Álfrún. Skjáskot/Vimeo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði og Gagnamagnið hafa verið talsvert í fréttum undanfarna viku vegna ásakana um ofbeldi á hendur Stefáni Hannessyni, þáverandi meðlimi hljómsveitarinnar, sem gekkst síðan við ofbeldinu.

Það mætti segja að málið hefði undið upp á sig þegar Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, meðlimur Daða og Gagnamagnsins, skrifaði færslu á Twitter og gagnrýndi hljómsveitina Une Misére um að hafa beðið of lengi með að reka Jón Má Ásbjörnsson úr hljómsveitinni.

Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi Eigin Kvenna, svaraði þeirri færslu: „Áhugavert. Ég veit ekki betur en að búið sé að benda ykkur á meðlim í Gagnamagninu fyrir löngu en þið ákváðuð að gera ekki neitt.“

Við tók atburðarás sem endaði á því að Stefán Hannesson hætti í Gagnamagninu og viðurkenndi að hafa beitt tvær fyrrverandi kærustur ofbeldi, eins og áður segir.

Mikið var rökrætt á Twitter um hver vissi hvað hvenær, eins og hvort Daði, Hulda og aðrir meðlimir hljómsveitarinnar hefðu vitað af ofbeldinu lengur en þau þóttust hafa gert. Nú hefur Álfrún Auður Bjarnadóttir stigið fram sem konan sem varð fyrir ofbeldinu. Hún ræðir um sambandið, ofbeldið og viðbrögð Daða og hljómsveitarinnar við frásögn hennar í nýjasta þætti Eigin Kvenna. Þáttinn má nálgast á Patreon-síðu Eigin Kvenna.

Viðtalið var tekið upp fyrir helgi, áður en Stefán steig fram.

Sjá einnig: Stefán úr Gagnamagninu stígur fram – „Ekki í fyrsta skipti sem ég varð uppvís að slíku ofbeldi“

„Hann nauðgaði mér í fyrsta skipti áður en við fluttum inn saman“

Álfrún segir frá ofbeldinu sem hann beitti hana og frá því þegar hann nauðgaði henni í fyrsta skipti.

„Það var ákveðinn svipur sem kom yfir hann þegar hann fór að [hegða sér á ákveðinn hátt] og hann var með þennan svip og ég var svo hrædd við þennan svip,“ segir Álfrún.

Hún lýsir nauðguninni í myndbandinu hér að neðan. TW: Við vörum við lýsingum á kynferðisofbeldi.

Hún segir að eftir að þau fluttu inn saman hefði hann byrjaði að beita hana annars konar kynferðisofbeldi. Hann suðaði stanslaust um kynlífsathafnir þar til hún lét eftir. Álfrún nefnir fleiri dæmi eins og að hann hefði neitað að vaska upp heima hjá þeim nema hún myndi veita honum munnmök eða stunda með honum endaþarmsmök, og að hann hefði látið hana horfa á mjög gróft klám með honum sem lét henni líða mjög illa.

„Ég er ennþá með eftirköst“

Þau voru saman í eitt ár, byrjuðu saman árið 2013.

„Þetta var bara eitt ár, hann gerði svo ógeðslega mikið á þessu eina ári og fokkaði mér svo rosalega upp í hausnum. Ég er ennþá með eftirköst af þessu í dag og það eru komin mörg ár síðan. Það var eitt ár sem við vorum saman en hann beitti mig ofbeldi einu og hálfu ári eftir að við hættum saman,“ segir hún og segir meðal annars að hann hefði fjárkúgað hana.

„Daði vissi“

Daði og Gagnamagnið tóku fyrst þátt í Eurovision árið 2017, en þá vissi enginn af fjölskyldu hennar um ofbeldi Stefáns nema bróðir hennar og hún segir að það hefði verið erfitt að sjá hann dáðan og dýrkaðan. Hljómsveitin tók svo aftur þátt árið 2020, þá vissu allir nátengdir henni af þessu en viðbrögð margra ollu henni vonbrigðum.

„Maður fékk alveg líka samt frá nánum aðstandendum svona […]: „Já en þú veist, Daði og þau hafa ekki gert neitt. Við getum alveg stutt þau þó við styðjum ekki hann.“ Maður bara svona, já nei ég get það ekki. Sérstaklega ekki af því að ég vissi að Daði vissi,“ segir hún.

„Ég sé ekki Daða og þau í þessari hljómsveit, ég sé bara geranda minn. Þótt að Daði sé aðalnúmerið í þessari hljómsveit og gerandi minn aukakarakter, eina sem ég sé er hann. Og þegar fólk er með Gagnamagns-fígúruna í prófíl mynd, þá sé ég bara geranda minn. Þegar ég heyri lagið í útvarpinu, þá heyri ég bara í gerandanum mínum.“

Bróðir hennar sagði fyrst frá

Álfrún segir að bróðir hennar hefði sagt Daða fyrst frá þessu árið 2020. „Hann er með sjúkdóm sem hann ræður stundum ekki við og hann segir mína sögu án mín leyfis. Þannig ég hef samband við bæði Huldu og Daða, vissi ekkert nákvæmlega hvað hann sagði við þau en vissi eitthvað og sendi að ég vildi helst að þau myndu ekki vera að deila þessu með neinum [opinberlega] og þau bæði bara já ekkert mál og takk fyrir það. En ég var samt að vona að það myndi þýða að hann yrði látinn stíga til hliðar. Í þessari stöðu, ég hefði viljað að þau hefðu sagt: „Þessi aðili er farinn úr bandinu vegna persónulegra ástæðna og hann þarf að vinna í því.“ […] Það var ekkert tjékkað á mér […] Það var aldrei spurt: „Hvernig líður þér“ eða hvort eitthvað væri hægt að gera.“

Hún segir að þegar hún talaði seinna við Daða hefði hann reynt að afsaka hegðun geranda hennar, eins og að segja að gerandinn hefði ekki vitað hvað hann var að gera. „Þegar hann sagði þetta var ég mjög reið, hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera,“ segir hún og bætir við að henni leið eins og Daði væri að gera lítið úr ofbeldinu. „Mér leið eins og ég þyrfti að sannfæra hann um að ég væri ekki klikkuð,“ segir hún.

Hver vissi og hver vissi ekki?

Eins og kom fram hér að ofan var mikið rætt um málið á Twitter sem rataði svo í fjölmiðla. Hulda gaf út yfirlýsingu á fimmtudaginn um málið og segir Álfrún að henni hefði sárnað að Hulda hefði gefið út yfirlýsinguna en ekki talað fyrst við hana, þar sem að Álfrún var búin að senda henni skilaboð sem hún vissi að Hulda hefði séð. Þess í stað sendi hún frá sér yfirlýsinguna, sem Álfrún segist skilja að Hulda hefði viljað gefa út eitthvað opinberlega, en hún hefði viljað fá svör við sínum spurningum.

„Það er alveg rétt kannski að einhverju leyti að hún [Hulda] hefði ekki vitað, það fer eftir mörgu, en með Daða. Hann vissi þetta 100 prósent. Ég er búin að skoða skjáskot af samtalinu sem bróðir minn átti við hann fyrir tveimur árum. Hann vissi nákvæmlega að um væri að ræða kynferðisofbeldi og andlegt ofbeldi, og hann vissi nákvæmlega hvað ég væri búin að vera í miklum molum yfir þessu og alls konar,“ segir hún.

Það er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni á Patreon-síðu Eigin Kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar