fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Eiginmaðurinn gekk á eftir Vöndu í fimm ár

Fókus
Laugardaginn 15. janúar 2022 10:00

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigugeirsdóttir, formaður KSÍ, er í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Vanda varð fyrst kvenna hér á landi til að þjálfa karlalið í knattspyrnu og fyrst kvenna í Evrópu til að taka að sér formennsku knattspyrnusambands er hún varð formaður KSÍ í haust. Í næsta mánuði verður að nýju kosið um formann sambandsins og hyggst Vanda gefa kost á sér áfram.

Í viðtalinu greinir Vanda frá því að eiginmaður hennar, Jakob Frímann Þorsteinsson, gekk mjög lengi á eftir henni áður en hann náði að vekja áhuga hennar á sambandi en í dag eiga þau þrjú börn og reka saman fyrirtæki ásamt öðrum hjónum, námskeiðaþjónustuna Kvan.

„Hann var með permanent og spangir þegar við hittumst auk þess sem hann var fjórum árum yngri en ég. Ég hef oft sagt börnum mínum að það sé algjörlega pabba þeirra að þakka að við séum öll þar sem við erum í dag. Hann hefur sagt það sjálfur að hann fann að ég ætti að verða konan hans og eltist við mig árum saman. Mér fannst erfitt að allir vinir okkar vissu að hann væri hrifinn af mér og var því ekkert alltaf voða næs – átti líka annan kærasta á tímabili. Hann bara beið og beið og aðra eins þrautseigju hef ég varla heyrt um, sem betur fer,“ segir Vanda.

Vanda segist hafa séð hversu frábær Jakob var þegar hún hætti að ofhugsa málið og spá í álit annarra:

„Þegar ég svo hætti að ofhugsa þetta og hugsa um hvað öðrum fannst, varð ég ástfangin af honum. Ég setti niður varnirnar og leyfði mér að sjá betur hversu frábærlega frábær hann er.“

Sjá nánar á vef Fréttablaðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“