fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

54 ára sænsk sjónvarpsstjarna útskýrir af hverju hún elskar að deita yngri karlmenn

Fókus
Föstudaginn 14. janúar 2022 21:30

Ulrika Jonsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska fyrirsætan og sjónvarpsstjarnan Ulrika Jonsson segist elska að fara á stefnumót með yngri karlmönnum því þeir vita ekki hver hún er.

Ulrika er 54 ára og leitar að ástinni í breska raunveruleikaþættinum Celebs Go Dating. Hún var nýlega gestur í breska spjallþættinum Loose Women og viðurkenndi að undanfarið hefur hún verið að hitta karlmenn sem eru „aðeins yngri.“

Sjónvarpsstjarnan er þrískilin og hefur verið einhleyp í tvö ár frá því síðasta hjónabandi hennar lauk.

„Ég hef ekki verið í sambandi með neinum en ég hef farið á nokkur stefnumót og þeir karlmenn hafa allir verið aðeins yngri. Þeir vissu ekki að ég væri Ulrika Jonsson, sem var frábært. Það er draumurinn, að einhver taki þér bara eins og þú ert og vill kynnast þér, mér fannst það hressandi,“ segir hún.

„Ætli sá yngsti hafi ekki verið 26 ára, þannig já í kringum 26-30 ára.“

Fyrirsætan segir að þetta snúist allt um þroska einstaklingsins, ekki aldurinn. „Ætli ég hef ekki verið að forðast það að fara á stefnumót með karlmönnum á mínum aldri því mín upplifun er sú að þeir séu frekar fokking leiðinlegir. Ég vil ekki leiðinlegt lengur, ég vil hafa gaman.“

Ulrika á fjögur börn og skildi við þriðja eiginmann sinn, Brian Monet, árið 2019 eftir níu ára hjónaband. Hún greindi síðar frá því að þau hefðu aðeins stundað kynlíf einu sinni síðustu átta ár hjónabandsins.

Sjónvarpsstjarnan skrifaði pistill í síðustu viku sem birtist á The Sun, hún ræddi meðal annars um tilhugalífið og hverju hún leitar að í fari karlmanna.

„Ég vil hafa einhvern í lífi mínu sem kann að meta mig og virðir mig. Einhvern sem er hreinskilinn og tilbúinn að skuldbinda sig að einhverju leyti, en ekki þannig að við séum að fara að hefja sambúð eða vera saman allan sólarhringinn. Ég þarf ekki stjúpföður fyrir börnin mín. Ég þarf ekki hjálp við að skipta um ljósaperur. Það sem ég myndi vilja er einhvern til að elska mig á meðan við gerum allt það skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri