fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Lækna-Tómas bjargaði lífi manns sem varð fyrir skotum lögreglu

Fókus
Laugardaginn 18. september 2021 11:30

Tómas Guðbjartsson Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í helgarútgáfu Mannlífs er að finna viðtal við hinn þekkta skurðlækni Tómas Guðbjartsson. Greinir hann frá því er hann bjargaði nýlega lífi manns sem særðist í skotárás lögreglu á Egilsstöðum nýlega, en málið var í fréttum. Maðurinn var mjög hætt kominn:

„Hann var orðinn mjög lágur í blóðþrýsingi og búinn að tapa miklu blóði en með neyðarblóði og adrenalíni var hægt að halda uppi blóðþrýstingnum og koma honum lifandi að austan og hingað suður í bæinn,“ segir Tómas.

Tómas greinir frá því að er flugvélin lenti með manninn á Reykjavíkurflugvelli hafi neyðarteymi tekið á móti honum og var farið með hann beint á hjartaskurðdeild. Tómas segir að mjög stórt teymi fagfólks komi að aðgerðum sem þessum og skurðlæknirinn, sem var hann í þessu tilfelli, sé hljómsveitarstjórinn sem þurfi að sjá til þess að allir spili í takt.

Ungur læknir, gamall nemandi Tómasar, pantaði neyðarblóð frá sjúkrahúsinu á Neskaupsstað og pantaði flugvélina frá Akureyri sem flaug með manninn suður. Hrósar Tómas þessari ungu konu og öllum sem komu að málinu á Egilsstöðum fyrir hárrétt viðbrögð, sem og þeim sem komu að málinu á Akureyri.

Tómas segir manninn hafa náð undraverðum bata, sérstaklega miðað við umfang aðgerðarinnar:

„Það eru auðvitað góðar fréttir fyrir ekki bara hann og hans fjölskyldu heldur einnig lögreglumanninn sem lenti í þeim erfiðu aðstæðum að þurfa að hleypa af skoti á manninn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki